Síðasti þátturinn sem Hugvarpið gefur út í haust fjallar um´ áföll og áfallastreitu. Í þetta sinn fengum við til okkar hana Þóru Sigríði Einarsdóttur, sálfræðing, til að ræða þetta efni. Þá fórum við meðal annars yfir muninn á því hvernig við tölum um áföll í daglegu lífi og hvernig fræðin skilgreina áföll, fleiri afleiðingar áfalla fyrir utan áfallastreitu, hvort áföll erfast, flókna áfallastreitu og hvernig er hægt að bregðast við þegar einhver nákominn okkur hefur orðið fyrir áfalli. Mjög upplýsandi þáttur sem við mælum hiklaust með fyrir alla.
Í þessum þætti fjöllum við um fíkn og fíknisjúkdóminn, þar sem hún Elín Þórdís Meldal, áfengis og vímuefnaráðgjafi kom til okkar og spjallaði við okkur. Við höfum áður gefið út þátt sem fjallaði um vímuefnavanda en þá kom hún Svala Jóhannesdóttir, fjölskyldumeðferðarfræðingur og sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Heilshugar, til okkar. Það sem skilur þessa tvo þætti að er að í þessum þætti fórum við nánar út í fíknisjúkdóminn, hvað það þýðir, hvað er hægt að gera, bata og fleira.
Í þessum þætti fengum við til okkar Guðlaugu Marion Mitchison, yfirsálfræðing á skólaskrifstofu Kópavogs (leikskóladeild) og doktorsnema við HÍ, til að ræða við okkur um tilfinningastjórnun! Við tölum um hvernig tilfinningastjórnun þróast, hvernig við lærum að vinna úr tilfinningum, ráð til foreldra og margt fleira áhugavert! Guðlaug mælir með eftirfarandi bókum fyrir foreldra sem vilja vinna með tilfinningalæsi barna sinna:
- Súper vitrænn eftir Paola Cardenas og Soffíu Elínu Sigurðardóttur
- Drekinn innra með mér eftur Lailu M. Arnþórsdóttur
- Stundum verðum við reið! eftir Ástu Maríu Hjaltadóttur og Þorgerði Ragnarsdóttir (og fleiri bækur úr sama bókaflokk).
- Bókaflokkurinn Hugarperlur eftir Laurie Wright
- Tilfinningablær eftir Aron Má Ólafsson, Hildi Skúladóttur og Orra Gunnlaugsson.
Þessi þáttur Hugvarpsins fjallar um kvíðaraskanir! Við höfum áður tekið fyrir kvíð almennt en þessi þáttur fer ítarlega í mismunandi gerðir kvíðaraskana. Við fengum hann Sævar Má Gústavsson, sálfræðing og doktorsnema við Háskólann í Reykjavík, til að ræða við okkur. Hann sagði okkur aðeins betur frá almennri kvíðaröskun, sértækri fælni, heilsukvíðaröskun, félagskvíða og ofsakvíðaröskun.
Í þessum þætti fara þáttastjórnendur yfir atriði sem er gott að hafa í hug þegar við tölum um geðheilsu! Í öllum þáttum Hugvarpsins er fólk eindregið hvatt til að tala um tilfinningar sínar en það er þó alls ekki sjálfsagt að vita hvernig á að nálgast samtalið. Í þessum þætti er því farið yfir heppilegar aðstæður til að ræða geðheilsu yfir, mörk, og fleira!
Að sjálfsögðu er aftur undirstrikað mikilvægi þess að tala hreinskilið um tilfinningar sínar og að venja sig á að nota fleiri orð en bara “vel” eða “fínt” þegar spurt er hvernig við höfum það. Við hvetjum ykkur til að líta á tilfinningahjólið hjá Sterkari út í lífið og skoða allar þær ólíku tilfinningar við upplifum öll. https://sterkariutilifid.is/verkefni/tilfinningahjol-3/
Þessi þáttur fjallar um ADHD en í honum áttum við mjög skemmtilegt spjall við Vilhjálm Hjálmarsson, formann ADHD samtakanna. Í þættinum fórum við yfir víðan völl en töluðum meðal annars um einkenni ADHD, birtingarmynd, meðferð og mýtur auk þess sem Vilhjálmur deildi sinni reynslu af ADHD.
Í þessum þætti fengum til okkar Guðlaugu Svölu Kristjánsdóttur, verkefnastjóra Einhverfusamtakanna til að spjalla aðeins við okkur um einhverfu. Í þættinum tölum við um birtingarmynd einhverfu, skynjun og samfélagið auk þess sem Guðlaug kom aðeins inn á eigin reynslu. Það var virkilega skemmtilegt og fræðandi að tala við hana Guðlaugu og við mælum eindregið með þessum þætti ef þið hafið áhuga á að fræðast um einhverfu.
Þetta er fyrsti þátturinn af átta sem Hugvarpið gefur út í haust! Þátturinn fjallar um hvar er hægt að leita sér aðstoðar við geðrænum vanda en þetta er spurning sem þáttastjórnendurnir fá reglulega. Í þættinum förum við yfir mikilvægi þess að leita sér aðstoðar, sama hversu lítill eða stór vandinn er, hvað er í boði og mikilvægi þess að gefast ekki upp á að finna það sem hentar okkur best.
Eftirfarandi eru slóðir af þeim vefsíðum sem við nefndum í þættinum:
sal.is/almenningur/gagnagrunnur-salfraedinga/
Í síðasta þætti Hugvarpsins fjöllum við um aðstandendur og hvað það þýðir að vera aðstandandi. Viðmælandi þáttarins er hún Sigríður Gísladóttir framkvæmdarstjóri Okkar heimur.
www.okkarheimur.is
Minnum á listann yfir úrræði sem standa til boða hérlendis inni á vefsíðunni www.gedfraedsla.is
Í þessum þætti fjöllum við um geðhvörf, einkenni þeirra, ólíkar tegundir og meðferð. Viðmælandi þáttarins er Birna Guðrún Þórðardóttir, yfirlæknir yfir meðferðareiningu lyndisraskana á Landspítalanum.
Við viljum minna enn og aftur á það að þetta hlaðvarp er til þess að miðla þekkingu á ýmsum geðröskunum, við viljum halda áfram að leggja áherslu á það að það getur verið að einhverjir tengi við einkennin sem við nefnum hér á eftir, þar sem þau eru frekar almenn. Það er fullkomlega eðlilegt og þarf ekki að þýða að um röskun sé að ræða. Allar raskanir grundvallast í mannlegu eðli en fólk finnur mismikið fyrir einkennunum. Hvenær er það þá orðið geðröskun? Yfirleitt er talað um röskun þegar einkennin hafa hamlandi áhrif á líf viðkomandi og/eða valda viðvarandi vanlíðan. Ef það er tilfellið hjá ykkur, eða ykkur grunar að svo sé hjá einhverjum í kringum ykkur, þá er afar mikilvægt að leita sér hjálpar. Minnum á listann yfir úrræði sem standa til boða hérlendis inni á vefsíðunni www.gedfraedsla.is
Þessi þáttur fjallar um vímuefnanotkun og vímuefnavanda. Við fengum til okkar hana Svölu Jóhannesdóttur fjölskyldumeðferðarfræðing og sérfræðing í skaðaminnkun hjá Heilshugar, til að miðla þekkingu sinni áfram. Farið verður yfir hvað vímuefnanotkun er og munurinn á því og vímuefnavanda, hvað skaðaminnkun er og margt fleira. Við viljum minna enn og aftur á að þetta hlaðvarp er til þess að miðla þekkingu á ýmsum geðrænum vanda, við viljum leggja áherslu á það að það getur verið að einhverjir tengi við það sem við segjum í þættinum. Við viljum benda á vefsíðuna www.gedfraedsla.is þar sem er hægt að finna frekari upplýsingar um ýmsar geðraskanir ásamt úrræðalista.
Þessi þáttur fjallar um jaðarpersónuleikaröskun og fer meðal annars yfir einkenni, meðferð og ráð til aðstandenda. Við fengum til liðs við okkur hana Sylvíu Ingibergsdóttur, sérfræðing í geðhjúkrun og deildarstjóra bráðamóttöku geðsvið, til að miðla þekkingu sinni áfram. Hægt er að lesa meira um jaðarpersónuleikaröskun hér: https://www.landspitali.is/library/Sameiginlegar-skrar/Gagnasafn/Klinisk-svid-og-deildir/Gedsvid-/-Deildir-og-teymi/Ferli--og-bradthjonusta/B%C3%A6klingur%20BPD%20lei%C3%B0r.pdf
Við minnum á að þetta hlaðvarp er til þess að miðla þekkingu á ýmsum geðröskunum og við viljum leggja áherslu á að það getur verið að einhverjir tengi við einkennin sem við nefnum í þessum þætti. Það getur verið fullkomlega eðlilegt og þarf ekki að þýða að um röskun sé að ræða. Allar raskanir grundvallast í mannlegu eðli en fólk finnur mismikið fyrir einkennunum. Hvenær er það þá orðið geðröskun? Yfirleitt er talað um röskun þegar einkennin hafa hamlandi áhrif á líf viðkomandi og/eða valda viðvarandi vanlíðan. Ef það er tilfellið hjá ykkur, eða ykkur grunar að svo sé hjá einhverjum í kringum ykkur, þá er afar mikilvægt að leita sér hjálpar.
Í þessum þætti fengum við til okkar Baldvin Loga Einarsson, sálfræðing, til þess að ræða við okkur um þráhyggju-árátturöskun (OCD). Við förum yfir hvað þráhyggja og árátta er, algengar birtingarmyndir, meðferð, mýtur ásamt fleiru.
Við minnum á að þetta hlaðvarp er til þess að miðla þekkingu á ýmsum geðröskunum og við viljum halda áfram að leggja áherslu á að það getur verið að einhverjir tengi við einkennin sem við nefnum hér á eftir. Það getur verið fullkomlega eðlilegt og þarf ekki að þýða að um röskun sé að ræða. Allar raskanir grundvallast í mannlegu eðli en fólk finnur mismikið fyrir einkennunum. Hvenær er það þá orðið geðröskun? Yfirleitt er talað um röskun þegar einkennin hafa hamlandi áhrif á líf viðkomandi og/eða valda viðvarandi vanlíðan. Ef það er tilfellið hjá ykkur, eða ykkur grunar að svo sé hjá einhverjum í kringum ykkur, þá er afar mikilvægt að leita sér hjálpar.
Í þessum þætti fjöllum við um geðrofsraskanir, hvernig þeir lýsir sér, einkenni og hvert er hægt að leita. Viðmælandi þáttarins er hann Oddur Ingimarsson, geðlæknir og lektor við Háskóla Íslands.
Við viljum minna enn og aftur á það að þetta hlaðvarp er til þess að miðla þekkingu á ýmsum geðröskunum, við viljum halda áfram að leggja áherslu á það að það getur verið að einhverjir tengi við einkennin sem við nefnum hér á eftir, þar sem þau eru frekar almenn. Það er fullkomlega eðlilegt og þarf ekki að þýða að um röskun sé að ræða. Allar raskanir grundvallast í mannlegu eðli en fólk finnur mismikið fyrir einkennunum. Hvenær er það þá orðið geðröskun? Yfirleitt er talað um röskun þegar einkennin hafa hamlandi áhrif á líf viðkomandi og/eða valda viðvarandi vanlíðan. Ef það er tilfellið hjá ykkur, eða ykkur grunar að svo sé hjá einhverjum í kringum ykkur, þá er afar mikilvægt að leita sér hjálpar. Minnum á listann yfir úrræði sem standa til boða hérlendis inni á vefsíðunni www.gedfraedsla.is
Í þessum þætti af Hugvarpinu er fjallað um sjálfsmat. Við fengum til okkar hana Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðing og ræddum við hana um hvað sjálfsmat felur í sér, einkenni lágs sjálfsmats, afleiðingar þess, þátt samfélagsmiðla og margt annað.
Minnum á úrræðalistann og almenna umfjöllun um geðheilbrigði og geðraskanir á vefsíðu Hugrúnar geðfræðslufélags www.gedfraedsla.is
Í þessum þætti af Hugvarpinu er fjallað um átraskanir. Við fengum til okkar hana Aldísi Evu Friðriksdóttur sálfræðing og ræddum við hana um. hvað átröskun er, einkenni, tegundir átraskana og hvert er hægt að leita.
Við viljum minna enn og aftur á það að þetta hlaðvarp er til þess að miðla þekkingu á ýmsum geðröskunum, við viljum halda áfram að leggja áherslu á það að það getur verið að einhverjir tengi við einkennin sem við nefnum hér á eftir, þar sem þau eru frekar almenn. Átröskun er geðröskun sem getur þróast í alvarlegt ástand og þarfnast faglegrar aðstoðar. Ef það liggur fyrir grunur um að þú eða einhver nákominn þér er með átröskun þá bendum við ykkur á að hafa samband við heimilislækni, námsráðgjafa eða skólasálfræðinga sem geta vísað málinu áfram til átröskunarteymis Landspítalans með samþykki viðkomandi.
Í þessum þætti fáum við til okkar dr. Erlu Björnsdóttur, stofnandi og framkvæmdarstjóri Betri svefns til þess að ræða um svefn. Við ræðum mikilvægi svefns, svefngæði og hvað er hægt að gera til að auka þau, förum yfir svefnstigin og hve mikið maður á að sofa á hverri nóttu ásamt fleiru.
Í þessum þætti fjöllum við um þunglyndi, hvernig það lýsir sér, einkenni þess og hvert er hægt að leita. Viðmælandi þáttarins er hann dr. Ragnar Pétur Ólafsson, sálfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands.
Við viljum minna en og aftur á það að þetta hlaðvarp er til þess að miðla þekkingu á ýmsum geðröskunum, við viljum halda áfram að leggja áherslu á það að það getur verið að einhverjir tengi við einkennin sem við nefnum hér á eftir, þar sem þau eru frekar almenn. Það er fullkomlega eðlilegt og þarf ekki að þýða að um röskun sé að ræða. Allar raskanir grundvallast í mannlegu eðli en fólk finnur mismikið fyrir einkennunum. Hvenær er það þá orðið geðröskun? Yfirleitt er talað um röskun þegar einkennin hafa hamlandi áhrif á líf viðkomandi og/eða valda viðvarandi vanlíðan. Ef það er tilfellið hjá ykkur, eða ykkur grunar að svo sé hjá einhverjum í kringum ykkur, þá er afar mikilvægt að leita sér hjálpar. Minnum á listann yfir úrræði sem standa til boða hérlendis inni á vefsíðunni www.gedfraedsla.is
Í þessum þætti fjöllum við um kvíða. Við förum almennt yfir kvíða, einkenni hans og hvenær hann er orðinn að vanda. Til að miðla sinni þekkingu áfram fengum við til liðs við okkur Katrínu Mjöll Halldórsdóttur og Sturlu Brynjólfsson, sálfræðinga og tvo af þremur þáttastjórnendum Kvíðakastsins!
Við viljum minna en og aftur á það að þetta hlaðvarp er til þess að miðla þekkingu á ýmsum geðröskunum, við viljum halda áfram að leggja áherslu á það að það getur verið að einhverjir tengi við einkennin sem við nefnum hér á eftir, þar sem þau eru frekar almenn. Það er fullkomlega eðlilegt og þarf ekki að þýða að um röskun sé að ræða. Allar raskanir grundvallast í mannlegu eðli en fólk finnur mismikið fyrir einkennunum. Hvenær er það þá orðið geðröskun? Yfirleitt er talað um röskun þegar einkennin hafa hamlandi áhrif á líf viðkomandi og/eða valda viðvarandi vanlíðan. Ef það er tilfellið hjá ykkur, eða ykkur grunar að svo sé hjá einhverjum í kringum ykkur, þá er afar mikilvægt að leita sér hjálpar. Minnum á listann yfir úrræði sem standa til boða hérlendis inni á vefsíðunni www.gedfraedsla.is
Verið velkomin í hlaðvarpið Hugvarpið!
Fyrsti þátturinn er frábrugðinn hinum en í þessum þætti kynnum við Hugrúnu geðfræðslufélag og starf þess auk þess sem við förum yfir það sem má búast við frá Hugvarpinu. Þættirnir eru hugsaðir sem fræðsluefni og munu fjalla almennt um geðheilbrigði, áhrifaþætti þess og ýmsar geðraskanir.
Þátturinn var tekinn upp í byrjun febrúar 2022, Þóra er nú formaður Hugrúnar auk þess sem uppfærsla á vefsíðunni hefur átt sér stað og er nú aðgengileg á www.gedfraedsla.is!
Hugvarpið er á vegum Hugrún geðfræðslufélags.
Þáttastjórnendur: Karen Geirsdóttir og Þóra Jóhannsdóttir
Upphafsstef: Atli Arnarsson
Logo: Jón Hafsteinsson