
Þessi þáttur Hugvarpsins fjallar um kvíðaraskanir! Við höfum áður tekið fyrir kvíð almennt en þessi þáttur fer ítarlega í mismunandi gerðir kvíðaraskana. Við fengum hann Sævar Má Gústavsson, sálfræðing og doktorsnema við Háskólann í Reykjavík, til að ræða við okkur. Hann sagði okkur aðeins betur frá almennri kvíðaröskun, sértækri fælni, heilsukvíðaröskun, félagskvíða og ofsakvíðaröskun.