
Verið velkomin í hlaðvarpið Hugvarpið!
Fyrsti þátturinn er frábrugðinn hinum en í þessum þætti kynnum við Hugrúnu geðfræðslufélag og starf þess auk þess sem við förum yfir það sem má búast við frá Hugvarpinu. Þættirnir eru hugsaðir sem fræðsluefni og munu fjalla almennt um geðheilbrigði, áhrifaþætti þess og ýmsar geðraskanir.
Þátturinn var tekinn upp í byrjun febrúar 2022, Þóra er nú formaður Hugrúnar auk þess sem uppfærsla á vefsíðunni hefur átt sér stað og er nú aðgengileg á www.gedfraedsla.is!
Hugvarpið er á vegum Hugrún geðfræðslufélags.
Þáttastjórnendur: Karen Geirsdóttir og Þóra Jóhannsdóttir
Upphafsstef: Atli Arnarsson
Logo: Jón Hafsteinsson