
Í þessum þætti fjöllum við um kvíða. Við förum almennt yfir kvíða, einkenni hans og hvenær hann er orðinn að vanda. Til að miðla sinni þekkingu áfram fengum við til liðs við okkur Katrínu Mjöll Halldórsdóttur og Sturlu Brynjólfsson, sálfræðinga og tvo af þremur þáttastjórnendum Kvíðakastsins!
Við viljum minna en og aftur á það að þetta hlaðvarp er til þess að miðla þekkingu á ýmsum geðröskunum, við viljum halda áfram að leggja áherslu á það að það getur verið að einhverjir tengi við einkennin sem við nefnum hér á eftir, þar sem þau eru frekar almenn. Það er fullkomlega eðlilegt og þarf ekki að þýða að um röskun sé að ræða. Allar raskanir grundvallast í mannlegu eðli en fólk finnur mismikið fyrir einkennunum. Hvenær er það þá orðið geðröskun? Yfirleitt er talað um röskun þegar einkennin hafa hamlandi áhrif á líf viðkomandi og/eða valda viðvarandi vanlíðan. Ef það er tilfellið hjá ykkur, eða ykkur grunar að svo sé hjá einhverjum í kringum ykkur, þá er afar mikilvægt að leita sér hjálpar. Minnum á listann yfir úrræði sem standa til boða hérlendis inni á vefsíðunni www.gedfraedsla.is