
Síðasti þátturinn sem Hugvarpið gefur út í haust fjallar um´ áföll og áfallastreitu. Í þetta sinn fengum við til okkar hana Þóru Sigríði Einarsdóttur, sálfræðing, til að ræða þetta efni. Þá fórum við meðal annars yfir muninn á því hvernig við tölum um áföll í daglegu lífi og hvernig fræðin skilgreina áföll, fleiri afleiðingar áfalla fyrir utan áfallastreitu, hvort áföll erfast, flókna áfallastreitu og hvernig er hægt að bregðast við þegar einhver nákominn okkur hefur orðið fyrir áfalli. Mjög upplýsandi þáttur sem við mælum hiklaust með fyrir alla.