
Í þessum þætti fengum til okkar Guðlaugu Svölu Kristjánsdóttur, verkefnastjóra Einhverfusamtakanna til að spjalla aðeins við okkur um einhverfu. Í þættinum tölum við um birtingarmynd einhverfu, skynjun og samfélagið auk þess sem Guðlaug kom aðeins inn á eigin reynslu. Það var virkilega skemmtilegt og fræðandi að tala við hana Guðlaugu og við mælum eindregið með þessum þætti ef þið hafið áhuga á að fræðast um einhverfu.