
Í þessum þætti af Hugvarpinu er fjallað um átraskanir. Við fengum til okkar hana Aldísi Evu Friðriksdóttur sálfræðing og ræddum við hana um. hvað átröskun er, einkenni, tegundir átraskana og hvert er hægt að leita.
Við viljum minna enn og aftur á það að þetta hlaðvarp er til þess að miðla þekkingu á ýmsum geðröskunum, við viljum halda áfram að leggja áherslu á það að það getur verið að einhverjir tengi við einkennin sem við nefnum hér á eftir, þar sem þau eru frekar almenn. Átröskun er geðröskun sem getur þróast í alvarlegt ástand og þarfnast faglegrar aðstoðar. Ef það liggur fyrir grunur um að þú eða einhver nákominn þér er með átröskun þá bendum við ykkur á að hafa samband við heimilislækni, námsráðgjafa eða skólasálfræðinga sem geta vísað málinu áfram til átröskunarteymis Landspítalans með samþykki viðkomandi.