
Í þessum þætti fengum við til okkar Guðlaugu Marion Mitchison, yfirsálfræðing á skólaskrifstofu Kópavogs (leikskóladeild) og doktorsnema við HÍ, til að ræða við okkur um tilfinningastjórnun! Við tölum um hvernig tilfinningastjórnun þróast, hvernig við lærum að vinna úr tilfinningum, ráð til foreldra og margt fleira áhugavert! Guðlaug mælir með eftirfarandi bókum fyrir foreldra sem vilja vinna með tilfinningalæsi barna sinna:
- Súper vitrænn eftir Paola Cardenas og Soffíu Elínu Sigurðardóttur
- Drekinn innra með mér eftur Lailu M. Arnþórsdóttur
- Stundum verðum við reið! eftir Ástu Maríu Hjaltadóttur og Þorgerði Ragnarsdóttir (og fleiri bækur úr sama bókaflokk).
- Bókaflokkurinn Hugarperlur eftir Laurie Wright
- Tilfinningablær eftir Aron Má Ólafsson, Hildi Skúladóttur og Orra Gunnlaugsson.