
Í þessum þætti fengum við til okkar Baldvin Loga Einarsson, sálfræðing, til þess að ræða við okkur um þráhyggju-árátturöskun (OCD). Við förum yfir hvað þráhyggja og árátta er, algengar birtingarmyndir, meðferð, mýtur ásamt fleiru.
Við minnum á að þetta hlaðvarp er til þess að miðla þekkingu á ýmsum geðröskunum og við viljum halda áfram að leggja áherslu á að það getur verið að einhverjir tengi við einkennin sem við nefnum hér á eftir. Það getur verið fullkomlega eðlilegt og þarf ekki að þýða að um röskun sé að ræða. Allar raskanir grundvallast í mannlegu eðli en fólk finnur mismikið fyrir einkennunum. Hvenær er það þá orðið geðröskun? Yfirleitt er talað um röskun þegar einkennin hafa hamlandi áhrif á líf viðkomandi og/eða valda viðvarandi vanlíðan. Ef það er tilfellið hjá ykkur, eða ykkur grunar að svo sé hjá einhverjum í kringum ykkur, þá er afar mikilvægt að leita sér hjálpar.