Gestur okkar í þessum þætti er Auður Ösp Ólafsdóttir. Auður miðlar af miklum krafti óteljandi ráðum og reynslusögum til fylgjenda sinna á LinkedIn á sama tíma og hún byggir upp eigið fyrirtæki og stundar MBA nám í Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur áralanga reynslu að vefstjórnun og efnissköpun og byggði m.a. upp ferðaþjónustufyrirtækið I Heart Reykjavik. Hún starfar nú sem ráðgjafi þar sem hún hjálpar fyrirtækjum að fóta sig í stafrænum heimi.
Í þættinum ræða Hildur og Auður meðal annars:
Í þættinum minnist Auður á bæði gervigreindina Claude ásamt ChatGPT. Hún minnist einnig á Chrome viðbótina Glasp (ChatGPT and YouTube Summary) og Notion
Auður mælir með bókinni Alchemy: The Dark Art and Curious Science of Creating Magic in Brands, Business, and Life eftir Rory Sutherland. Og hlaðvörpin Better Offline og Marketing Against the Grain
-------------------------------------------------------------------
Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira?
Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu. Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum:
-------------------------------------------------------------------
Um hlaðvarpið
Stjórnandi er Hildur Óskarsdóttir
Styrktaraðilar: Advania og Sýn 🙌
Gestur okkar í þessum þætti er Ásdís Eir Símonardóttir, driffjöður átaksverkefnis Vertonet og sjálfstætt starfandi stjórnenda- og mannauðsráðgjafi.
Ásamt því að kynnast Ásdísi, fræðumst við um átaksverkefnið og Playbook Vertonet, leiðarvísi að fjölbreytileika, jafnræði og inngildingu á vinnustað sem nú er í undirbúningi og er hluti af stærra átaksverkefni um að auka nýliðun kvenna og kvára í upplýsingatækni á Íslandi.
Playbook Vertonet verður ókeypis og galopið verkfæri til að auðvelda fyrirtækjum og stjórnendum í upplýsingatækni að stíga markviss skref í átt að inngildandi vinnustaðamenningu.
Í þættinum ræða Hildur og Ásdís meðal annars:
Ásdís nefnir bæði hlaðvarp og bók í viðtalinu sem hún mælir með:
Likable Badass: How Women Get the Success They Deserve (bók)
---------------------------------------------------------------
Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira?
Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu. Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum:
---------------------------------------------------------------
Um hlaðvarpið
Stjórnandi er Hildur Óskarsdóttir
Styrktaraðilar: Advania og Sýn
Gestur okkar í þessum fyrsta þætti vetrarins er Valeria R. Alexandersdóttir, forstöðukona tækniþjónustu Ljósleiðarans. Valeria er reynslumikill stjórnandi í upplýsingatæknigeiranum með víðtæka starfsreynslu úr mismunandi atvinnugreinum. Áður en hún tók við núverandi starfi vann hún hjá fyrirtækjum eins og QuizUp, Nova, Icelandair og Advania. Hún er með BS gráðu í verkfræði og MBA frá Háskólanum í Reykjavík ásamt diploma í verkefnastjórnun. Valeria situr auk þess í stjórn SVEF og sinnir kennslu í HR.
Í þættinum ræða Hildur og Valeria meðal annars:
Í þættinum minnist Valeria á tvær bækur:
The Wisedom of the Bullfrog: Leadership Made Simple (But Not Easy) eftir Admiral William H. McRaven
You Do You: How to Be Who You Are to Get What You Want eftir Sarah Knight
---------------------------------------------------------------------------------------------------------
Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira?
Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu. Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum:
---------------------------------------------------------------------------------------------------------
Um hlaðvarpið
Stjórnandi er Hildur Óskarsdóttir
Styrktaraðilar: Advania og Sýn 🙌
Elísabet Ósk Stefánsdóttir er nýr formaður stjórnar Vertonet sem kosin var á aðalfundi félagsins sem haldinn var í maí. Í þættinum segir hún okkur bæði frá nýrri stjórn og sjálfri sér, ásamt því að við lítum um öxl yfir þá viðburði sem félagið hefur staðið fyrir í vetur. Við ræðum að auki spennuna fyrir haustinu og viðburða sem nýja stjórnin er byrjuð að huga að.
Um leið og við þökkum ykkur fyrir samfylgdina í vetur kæru hlustendur tökum við okkur nú í sumarfrí en snúum aftur með þáttinn í haust ❤
Styrktaraðilar Konur í tækni eru Sýn, Geko og Advania og þökkum við þeim innilega fyrir stuðninginn 🙌
Our guest in this episode is Joice Tae Ozaki, VP of Product at Controlant. Joice was born in Japan but grew up in different countries including France, Brazil, and the United States. She has been working in tech for over 20 years, starting her career as a Web Designer, and eventually finding a deep love for UX and Product Management.
Joice has a BFA from Virginia Commonwealth University and an MFA from the California Institute of the Arts. She is also the 2023 Icelandic Finalist in the Nordic Women in Tech Awards for Innovator of the Year category.
In their discussion, Hildur and Joice cover a range of topics, including:
Apps, Podcasts and books that Joice recommends:
Grit: Why passion and resilience are the secrets to success by Angela Duckworth (book)
Books by Adam Grant (LinkedIn profile)
The show is sponsored by: Sýn, Geko and Advania 🙌
Like what you heard and want to hear more? Follow the show on your favorite podcast platform to ensure you don't miss an episode.
Follow Vertonet on social channels:
Hosted by Hildur Óskarsdóttir
Gestur okkar að þessu sinni er Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns. Oktavía er frumkvöðull, framkvæmdastjóri og reyndur ráðgjafi á sviði heildræns nets- og upplýsingaöryggis. Hán hefur þróað og skapað verkefni og fyrirtæki sem tengjast öryggi, menningu og tækni um allan heim.
Oktavía var meðstofnandi þankatanksins future404 ehf. og situr í ráðgjafahóp Sameinuðu þjóðanna um alþjóðlega stjórnsýslu internetsins.
Í þættinum ræða Hildur og Oktavía meðal annars:
----------------------------------------------------------------
Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira?
Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu. Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum:
----------------------------------------------------------------
Um hlaðvarpið
Stjórnandi er Hildur Óskarsdóttir
Gestur okkar að þessu sinni er Lena Dögg Dagbjartsdóttir, Senior Cloud Consultant hjá Crayon og verkefnastjóri átaksverkefnis Vertonet sem gengur út á að auka hlut kvenna í upplýsingatækni.
Lena Dögg mun leiða loka fasa átaksverkefnisins, sem felur í sér að koma skilgreindum aðgerðum í framkvæmd í samstarfi við styrktar- og stuðningsaðila. Lena Dögg hefur margra ára reynslu af verkefnastjórnun og er menntuð sem kennari, náms- og starfsráðgjafi og tölvunarfræðingur
Í þættinum ræða Hildur og Lena Dögg meðal annars:
Lena Dögg minnist á þrjár bækur (hlekkir á Audible):
Accelerate. Building and Scaling High Performing Technology Organizations
The Unicorn Project. A Novel About Developers, Digital Disruption, and Thriving in the Age of Data
Investments Unlimited. A Novel About DevOps, Security, Audit Compliance, and Thriving in the Digital Age ----------------------------------------------------------------
Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira?
Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu. Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum:
----------------------------------------------------------------
Um hlaðvarpið
Stjórnandi er Hildur Óskarsdóttir
Styrktaraðilar: Advania, Sýn og Geko 🙌
Gestur okkar að þessu sinni er Helga Björk Árnadóttir, deildarstjóri hjá rekstrarlausnasviði Advania en Helga Björk tók þátt í átakinu „Konur í kerfisstjórnun“ og hefur verið áberandi í umræðunni um starfið og frábær fyrirmynd.
Hún hóf starfsferilinn hjá Símanum árið 2007 þar sem hún starfaði við að veita tæknilega aðstoð til viðskiptavina og varð síðar tæknimaður í vettvangsþjónustu fyrirtækjasviðs og svo hópstjóri á upplýsinga- og tæknisviði. Eftir flutning á sviðinu yfir til Sensa árið 2014 hóf hún þar störf sem kerfisstjóri. Frá árinu 2017 hefur hún unnið hjá Advania sem hópstjóri og kerfisstjóri og nú sem deildarstjóri.
Í þættinum ræða Hildur og Helga Björk meðal annars:
------------------------------------------------------------------------
Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira?
Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu. Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum:
------------------------------------------------------------------------
Um hlaðvarpið
Stjórnandi er Hildur Óskarsdóttir
Styrktaraðilar eru Advania, Sýn og Geko
Í þessum fyrsta þætti ársins bjóðum við velkomna Önnu Helgu Jónsdóttur dósent við Háskóla Íslands. Anna Helga lauk BS-gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2003, meistaraprófi í hagnýtri stærðfræði frá Danska tækniháskólanum (DTU) í Kaupmannahöfn 2005 og doktorsprófi í tölfræði frá Háskóla Íslands árið 2015. Anna Helga var ráðin dósent í tölfræði við Háskóla Íslands 2018.
Í þættinum ræða Hildur og Anna Helga meðal annars:
Þátturinn er í boði Sýn, Advania og Geko
Bækur sem Anna Helga minnist á í viðtalinu:
The Alignment Problem: How Can Machines Learn Human Values?
Superintelligence: Paths, Dangers, Strategies
------------------------------------------------------------------------
Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira?
Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu! Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum:
------------------------------------------------------------------------
Um hlaðvarpið
Umsjón fyrir hönd Vertonet hefur Hildur Óskarsdóttir
Gestur okkar að þessu sinni er Linda Heimisdóttir. Linda er með MA og doktorsgráðu í málvísindum frá Cornell háskóla. Linda hefur áralanga reynslu úr máltæknigeiranum en áður en hún tók við núverandi starfi, starfaði hún hjá alþjóðlega fyrirtækinu Appen, sem sérhæfir sig í söfnun og merkingu gagna fyrir máltækni og gervigreind. Linda gekk til liðs við Miðeind, sem er leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki á sviði máltækni og gervigreindar, í byrjun árs 2023, þá sem rekstrarstjóri fyrirtækisins en hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra síðan í júní.
Í þættinum ræða Hildur og Linda meðal annars:
Linda minnist á hlaðvörp sem hún mælir með:
Explo Word Game er appið frá Miðeind sem Hildur minnist á að nota
Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira? Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu.
Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum:
Um hlaðvarpið
Stjórnandi er Hildur Óskarsdóttir
Styrktaraðilar þáttarins eru Sýn og Geko
Gestur okkar að þessu sinni er Nanna Pétursdóttir framkvæmdarstjóri Crayon á Íslandi. Nanna hefur starfað í upplýsingatæknigeiranum í um 20 ár, bæði í tækni- og stjórnunarstörfum. Undanfarin 9 ár hefur hún starfað hjá Crayon, fyrst sem SAM (Software Asset Management) ráðgjafi og leiddi síðar þjónustusvið fyrirtækisins. Áður starfaði Nanna hjá Íslandsbanka, Landspítala háskólasjúkrahúsi og Glitni banka.
Í þættinum ræða Hildur og Nanna meðal annars:
Þátturinn er í boði Sýn og Geko
Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum:
Um hlaðvarpið:
Stjórnandi er Hildur Óskarsdóttir
Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira? Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu.
We welcome Kathryn Gunnarsson. Kathryn is a founder of Geko, an agency that specializes in talent - working in the Tech and innovation sector in Iceland.
In 2016, Kathryn moved to Iceland from London, where she worked as a group head of HR. Kathryn has over 20 years of HR, people strategy, and recruitment experience.
In February 2020, after spotting a niche in the market for a People Strategy agency to support the Tech and innovation sector, Kathryn founded Geko.
The Geko team is passionate about people, human interaction, and supporting companies and groups to understand the benefit of building diverse and inclusive teams and 48% of the hires that they have made since launch have been women in tech-related roles.
Hildur and Kathryn discuss among other things:
In the interview, Kathryn mentions a few books:
Women in Tech: A practical guide to increasing gender diversity and inclusion - By Gillan Arnold, Hannah Dee, Clem Herman, Sharon Moore, Andrea Palmer and Shilpa Shah
Powered by People: How Talent-Centric Organizations Master Recruitment, Retention, and Revenue (and How to Build One) by Carol Schultz
White Fragility: Why It's So Hard for White People to Talk About Racism - Dr. Robin DiAngelo and Michael Eric Dyson
The Body Keeps the Score: Brain, Mind, and Body in the Healing of Trauma by Bessel van der Kolk M.D.
The Right Amount of Panic - How Women Trade Freedom for Safety by F. Vera-Gray
Why Women are Blamed for everything by Dr. Jessica Taylor
The show is sponsored by Sýn and Geko 🙌
-----------------------------------------------------------------------
Like what you heard and want to hear more? Follow the show on your favorite podcast platform to make sure that you don't miss an episode.
Follow Vertonet on social channels:
LinkedIn: https://www.linkedin.com/company/vertonet/
Facebook: https://www.facebook.com/vertonet.is
Instagram: https://www.instagram.com/vertonet.is/
-----------------------------------------------------------------------
Hosted by Hildur Óskarsdóttir
LinkedIn: https://www.linkedin.com/in/hilduro/
Í þessum fyrsta þætti haustsins bjóðum við velkomna Súsönnu Þorvaldsdóttur. Súsanna lauk meistaragráðu í verkfræði frá háskólanum í Álaborg árið 2000 og var þar ein af 5 konum af 100 nemendum í sínum árgangi.
Hún starfaði í Danmörku í kjölfarið m.a. hjá Lego og hjá fjarskiptafyrirtækjunum Maxon Telecom og FL-telecom. Eftir að hafa flutt aftur til Íslands árið 2005 starfaði Súsanna hjá TM Software, nú Origo, í alls 12 ár en frá árinu 2017 hefur hún starfað sem bakendaforritari hjá Icelandair.
Í þættinum ræða Hildur og Súsanna meðal annars:
================================================
Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira? Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu.
Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum:
====================================================
Um hlaðvarpið
Stjórnandi þáttarins er Hildur Óskarsdóttir
Sýn er styrktaraðili þáttarins
Í þessum þætti bjóðum við velkomna Helenu Sveinborgu Jónsdóttur sem er meistaranemi í tölvunarfræði við Columbia háskóla í New York. Helena er með tvær BS gráður frá Háskólanum Reykjavík, í vélaverkfræði og tölvunarfræði.
Undanfarna mánuði hefur Helena starfrækt ada_konur aðganginn á Instagram þar sem konur í hugbúnaðargeiranum segja frá degi í lífi sínu sem hefur vakið verðskuldaða athygli og varð til þess að hún fékk á dögunum bæði styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar og var tilfnefnd til Nordic Women in Tech Awards.
Í þættinum ræða Hildur og Helena meðal annars:
• Hvað varð til þess að hún byrjaði í heilbrigðisverkfræði en kláraði vélaverkfræði og tölvunarfræði
• Hvað valáfangi sem hún tók í Matlab (forritunarmáli) varð til þess að kveikja áhuga á tölvunarfræði
• Hvað það er dýrmæt reynsla að fá sumarstörf með háskólanámi sem tengjast náminu
• Lífið í New York og hvað það opnar sjóndeildarhringinn að stunda nám með fólki sem kemur frá öllum heimshornum
• Hvað það er spennandi að vera í tölvunarfræðinámi nú þegar gervigreind er að verða stærri hluti af lífi fólks
• Kröfurnar í náminu í Columbia
• Hvernig hugmyndin um Ada konur (@ada_konur) fæddist og þá spennandi tíma sem eru framundan í þróun miðilsins
• Hvað það er gefandi að kynna möguleika tækninnar fyrir yngri kynslóðum og sýna fyrirmyndir
• Hvað það er orkugefandi að fara á Crossfit æfingu og fara í sund þegar hún er á Íslandi en að aldrei skuli vanmeta slökun með ís og Netflix
Í þættinum minnist Helena á bók sem hún mælir með
AI 2041 eftir Kai-Fu Lee og Chen Qiufan
Sýn er styrktaraðili þáttarins
We welcome Lea Kuliczkowski. Lea is a digital marketer, content creator, and social media specialist currently a marketing manager at Tern Systems.
Before joining Tern Systems last year, Lea worked as a Digital Marketing Specialist for the Blue Lagoon and was a Content Creator for Marel and Nordic Luxury. For three years before that, she worked for Icelandair as a marketing specialist for North American gateways.
Well-written content and content creation are extremely valuable to all companies especially those in the tech industry and those who sell their products online. It´s essential for attracting, engaging, and converting potential customers in today's highly competitive technology-driven landscape. Let’s not forget what the A stands for in STEAM – it’s Arts and it includes creativity – and a big part of creativity is the written word that plays an important role within science, technology, engineering, and mathematics.
In the show, Hildur and Lea discuss among other things:
Podcasts that Lea mentions in the show:
Death in Ice Valley (Isdal Woman)
The show is sponsored by: Geko - Innovation Talent, Taktikal and Tern systems
Við bjóðum velkomna Björgheiði Margréti Helgadóttur. Björgheiður lauk BS gráðu í heilbrigðisverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2014 og meistaragráðu í sömu grein frá HR árið 2016. Eftir útskrift starfaði hún sem verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu, sem forritari hjá Annata og sérfræðingur í upplýsingatækni hjá Innnes. Árið 2019 réði hún sig sem verkefnastjóra í verkfræðideild hjá Alvotech þar sem hún starfaði þar til í september í fyrra þegar hún réði sig sem sérfræðing í sjálfbærniráðgjöf hjá EY á Íslandi þar sem hún leggur áherslu á félagslega hluta sjálfbærni svo sem mannréttindi og jafnrétti. Með vinnu stundar Björgheiður einnig diplomanám í hagnýtri jafnréttisfræði við Háskóla Íslands.
Í þættinum ræða Hildur og Björgheiður meðal annars:
Björgheiður minnist á tvo hlaðvarpsþætti sem hún mælir með:
Þátturinn er í boði: Geko - Specialists in Innovation Talent, Taktikal og Tern Systems
We welcome Berenice Barrios Quiñones. Berenice is a director of Microsoft Alliance at Advania where she leads collaboration for Microsoft solutions within the company and across its sister companies abroad.
Before joining Advania in 2020, Berenice worked for Origo in various positions from Sales consultant, Software solution Architect and finally as a Product Owner of Microsoft products. Before moving to Iceland, Berenice worked for Grupo Scanda in Mexico City as a SAM Manager, focusing on Microsoft products.
What has really attracted me to Berenice – is that she has been outspoken about her experience of being a woman of foreign origin trying to find her place in the IT industry in Iceland. And - at that - she has succeeded and is a great role model for other women.
In the show, Hildur and Berenice discuss among other things:
Books that Berenice mentions in the show:
Who Says It's a Man's World: The Girl's Guide to Corporate Domination by Emily Bennington
How to Stay Human in a F*cked-Up World: Mindfulness Practices for Real Life by Tim Desmond
Innovating Women: The Changing Face of Technology by Vivek Wadhwa and Farai Chideya
The show is sponsored by: Geko – Innovation Talent, Taktikal, and Tern Systems
Við bjóðum velkomna Margréti Dóru Ragnarsdóttur sem alltaf er kölluð Magga Dóra. Hún lauk grunnnámi í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaranámi í tölvunarfræði frá sama skóla árið 2003. Hún á að baki fjölbreyttan starfsferil bæði hér á landi og í Bandaríkjunum og starfaði meðal annars hjá hönnunarstofunni Mad*Pow í Boston í 6 ár við notendarannsóknir og stafræna vegferð stórra fyrirtækja. Á Íslandi starfaði Magga Dóra m.a. fyrir OZ og Símann ásamt því að vera aðjúnkt við Háskóla Íslands. Í dag rekur Magga Dóra fyrirtækið Mennska ráðgjöf, þar sem öll verkefni eru unnin út frá sjónarhóli þess sem verður fyrir áhrifum tækninnar, meðfram því að kenna þjónustu- og upplifunarhönnun við tölvufræðideild Háskólans í Reykjavík.
Í þættinum ræða Hildur og Magga Dóra meðal annars:
Þátturinn er í boði: Geko, Taktikal og Tern Systems
Í þessum þætti bjóðum við velkomna Sigyn Jónsdóttur. Sigyn útskrifaðist með BS gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2014. Samhliða og eftir námið í HÍ starfaði hún hjá Meniga þar til hún fór í meistaranám í Management Science & Engineering í Columbia-háskóla í New York, þaðan sem hún útskrifaðist árið 2016.Eftir námið réði Sigyn sig til Seðlabankans en söðlaði um ári síðar þegar hún réði sig til hugbúnaðarfyrirtækisins Men & Mice þar sem hún varð forstöðumaður þjónustu og ráðgjafar. Hún er varaformaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs og var formaður Ungra athafnakvenna árin 2017-2019. Hún starfar nú sem framkvæmdarstjóri hugbúnaðar eða CTO hjá nýsköpunarfyrirtækinu Empower þar sem hún er einnig meðstofnandi.
Í þættinum ræða Hildur og Sigyn meðal annars:
· Þegar hún tók ákvörðun um að fara í hugbúnaðarverkfræði eftir að hafa verið komin á annað ár í læknisfræði
· Sumarstarfið hjá Meniga og hvað það er mikilvægt þegar fyrirtæki gefa ungu fólki tækifæri
· Um námið og tímann í Columbia í New York
· Hvernig systir hennar fékk hana með sér á fund hjá UAK og sem leiddi til þess að hún varð seinna formaður félagsins
· Hvað varð til þess að hún varð meðstofnandi Empower og fyrir hvað fyrirtækið stendur fyrir
· Alla þá spennandi hluti sem eru framundan hjá Empower og hvernig heilbrigð vinnustaðamenning styður við árangur
· Um fyrirlesturinn sem hún flutti nýlega á UT messunni „En það sækja engar konur um“
· Hvað kvöldsund í Vesturbæjarlauginni getur verið endurnærandi og hvað það eru mikil lífsgæði að geta gengið til og frá vinnu
Þátturinn er í boði: Geko, Taktikal og Tern Systems
Í þessum fyrsta þætti ársins bjóðum við velkomna Önnu Signýju Guðbjörnsdóttur. Anna Signý starfar sem sérfræðingur í notendarannsóknum og þjónustuhönnun (Senior UX Researcher & Service Designer) hjá hönnunar- og hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri. Hún menntaði sig í Danmörku og er með BS próf í vefþróun frá Copenhagen Business Academy og master í Digital design & Communication frá IT-Universitet í Kaupmannahöfn. Anna Signý starfaði hjá Siteimprove í Danmörku með námi en réði sig til TM Software (Origo) sem viðmótssérfræðingur og vefráðgjafi þegar hún flutti aftur til Íslands árið 2013. Hún starfaði hjá Origo í 5 ár en réði sig til Kolibri árið 2018. Meðfram starfi sínu hefur hún sinnt kennslu bæði í Háskóla Íslands og í Vefskólanum. Anna Signý hefur að auki setið í stjórn og verið formaður SVEF og verið mentor hjá bæði Reboot Hack Iceland og hjá KLAK.
Í þættinum ræða Hildur og Anna Signý meðal annars:
Í þættinum minnist Anna Signý á nokkra vefi og bækur:
Medium
Don‘t make me think – Steve Krug
Escaping the Build Trap - Melissa Perri
Inspired og Empowered - Marty Cagan
Creativity, Inc. - Ed Catmull og Amy Wallace
I‘m Glad My Mom Died – Jennette McCurdy
Sense and Respond og Lean UX – Jeff Gothelf og Josh Seiden
Erindi frá ráðstefnunni "Mind the Product" á YouTube
"Getting things done" aðferðin
Þátturinn er í boði Geko, Taktikal og Tern Systems