
Í þessum fyrsta þætti ársins bjóðum við velkomna Önnu Signýju Guðbjörnsdóttur. Anna Signý starfar sem sérfræðingur í notendarannsóknum og þjónustuhönnun (Senior UX Researcher & Service Designer) hjá hönnunar- og hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri. Hún menntaði sig í Danmörku og er með BS próf í vefþróun frá Copenhagen Business Academy og master í Digital design & Communication frá IT-Universitet í Kaupmannahöfn. Anna Signý starfaði hjá Siteimprove í Danmörku með námi en réði sig til TM Software (Origo) sem viðmótssérfræðingur og vefráðgjafi þegar hún flutti aftur til Íslands árið 2013. Hún starfaði hjá Origo í 5 ár en réði sig til Kolibri árið 2018. Meðfram starfi sínu hefur hún sinnt kennslu bæði í Háskóla Íslands og í Vefskólanum. Anna Signý hefur að auki setið í stjórn og verið formaður SVEF og verið mentor hjá bæði Reboot Hack Iceland og hjá KLAK.
Í þættinum ræða Hildur og Anna Signý meðal annars:
Í þættinum minnist Anna Signý á nokkra vefi og bækur:
Medium
Don‘t make me think – Steve Krug
Escaping the Build Trap - Melissa Perri
Inspired og Empowered - Marty Cagan
Creativity, Inc. - Ed Catmull og Amy Wallace
I‘m Glad My Mom Died – Jennette McCurdy
Sense and Respond og Lean UX – Jeff Gothelf og Josh Seiden
Erindi frá ráðstefnunni "Mind the Product" á YouTube
"Getting things done" aðferðin
Þátturinn er í boði Geko, Taktikal og Tern Systems