Gestur okkar að þessu sinni er Nanna Pétursdóttir framkvæmdarstjóri Crayon á Íslandi. Nanna hefur starfað í upplýsingatæknigeiranum í um 20 ár, bæði í tækni- og stjórnunarstörfum. Undanfarin 9 ár hefur hún starfað hjá Crayon, fyrst sem SAM (Software Asset Management) ráðgjafi og leiddi síðar þjónustusvið fyrirtækisins. Áður starfaði Nanna hjá Íslandsbanka, Landspítala háskólasjúkrahúsi og Glitni banka.
Í þættinum ræða Hildur og Nanna meðal annars:
- Hvað varð til þess að hún valdi tölvubraut í Iðnskólanum þegar hún valdi sér framhaldsskóla
- Námið í tölvutæknifræði í Syddansk Universitet og árin í Danmörku
- Stofnun fyrirtækis með samnemanda á námsárunum í Danmörku og reynslan af því að vinna í litlu nýsköpunarfyrirtæki
- Árin sem hún starfaði hjá Danfoss í Danmörku og hvernig það var að vinna hjá stóru alþjóðlegu fyrirtæki
- Hvað varð til þess að hún hóf störf hjá Crayon fyrir 9 árum og ferilinn innan fyrirtækisins
- Hvað það er mikils virði að hafa aðgang að sterkum sérfræðingum hjá stóru alþjóðlegu fyrirtæki eins og Crayon
- Um stofnun Vertonet ásamt Lindu B. Stefánsdóttur og fleirum og stjórnarsetuna fyrstu ár félagsins
- Hvað það er mikilvægt að mæla sér mót og læra af reynslu annarra
- Hvað útivist í náttúrunni endurnærir og hvað köfun við strendur Íslands er hin fullkomna núvitund
Þátturinn er í boði Sýn og Geko
Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum:
LinkedIn
Facebook
Instagram
Um hlaðvarpið:
Stjórnandi er Hildur Óskarsdóttir
Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira? Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu.