Home
Categories
EXPLORE
True Crime
Comedy
Society & Culture
Business
News
Sports
TV & Film
About Us
Contact Us
Copyright
© 2024 PodJoint
00:00 / 00:00
Sign in

or

Don't have an account?
Sign up
Forgot password
https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts126/v4/1a/54/3c/1a543c4b-d2a4-70ee-ae94-191d49f01de4/mza_15833854145315876122.jpg/600x600bb.jpg
Konur í tækni
Vertonet - samtök kvenna í upplýsingatækni á Íslandi
34 episodes
1 week ago
Konur í tækni er hlaðvarp Vertonet, samtaka kvenna í upplýsingatækni á Íslandi. Í þáttunum deilum við sögum af konum í tækni, ræðum starfsferilinn sem þær hafa byggt upp, áskoranir sem þær hafa staðið frammi fyrir og af hverju þær elska að vinna í kringum tækni. Þátturinn er ýmist á íslensku eða ensku eftir því hvaða tungumál gestur þáttarins talar. Umsjón hefur Hildur Óskarsdóttir. Konur í tækni (Women in Tech) is a podcast by Vertonet, a non-profit organization of women in IT in Iceland. The show is either in Icelandic or English, depending on the language the guest of the show prefers.
Show more...
Careers
Business
RSS
All content for Konur í tækni is the property of Vertonet - samtök kvenna í upplýsingatækni á Íslandi and is served directly from their servers with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Konur í tækni er hlaðvarp Vertonet, samtaka kvenna í upplýsingatækni á Íslandi. Í þáttunum deilum við sögum af konum í tækni, ræðum starfsferilinn sem þær hafa byggt upp, áskoranir sem þær hafa staðið frammi fyrir og af hverju þær elska að vinna í kringum tækni. Þátturinn er ýmist á íslensku eða ensku eftir því hvaða tungumál gestur þáttarins talar. Umsjón hefur Hildur Óskarsdóttir. Konur í tækni (Women in Tech) is a podcast by Vertonet, a non-profit organization of women in IT in Iceland. The show is either in Icelandic or English, depending on the language the guest of the show prefers.
Show more...
Careers
Business
https://d3t3ozftmdmh3i.cloudfront.net/staging/podcast_uploaded_episode/21029357/21029357-1683222484366-423c90be0407f.jpg
17. Björgheiður Margrét Helgadóttir, sérfræðingur í sjálfbærniráðgjöf hjá EY á Íslandi
Konur í tækni
1 hour 9 minutes 20 seconds
2 years ago
17. Björgheiður Margrét Helgadóttir, sérfræðingur í sjálfbærniráðgjöf hjá EY á Íslandi

Við bjóðum velkomna Björgheiði Margréti Helgadóttur. Björgheiður lauk BS gráðu í heilbrigðisverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2014 og meistaragráðu í sömu grein frá HR árið 2016. Eftir útskrift starfaði hún sem verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu, sem forritari hjá Annata og sérfræðingur í upplýsingatækni hjá Innnes. Árið 2019 réði hún sig sem verkefnastjóra í verkfræðideild hjá Alvotech þar sem hún starfaði þar til í september í fyrra þegar hún réði sig sem sérfræðing í sjálfbærniráðgjöf hjá EY á Íslandi þar sem hún leggur áherslu á félagslega hluta sjálfbærni svo sem mannréttindi og jafnrétti. Með vinnu stundar Björgheiður einnig diplomanám í hagnýtri jafnréttisfræði við Háskóla Íslands.


Í þættinum ræða Hildur og Björgheiður meðal annars:

  • Hvað það mótaði hana að alast upp á landsbyggðinni
  • Hvað varð til þess að hún valdi að fara í heilbrigðisverkfræði eftir að hafa stefnt á nám í læknisfræði
  • Hvað það kom henni á óvart hvað forritun reyndist skemmtileg
  • Stjórnarsetuna í UAK og allar þær flottu fyrirmyndir sem hún kynntist þar
  • Þegar hún klessti á vegg og þurfti að forgangsraða öllu upp á nýtt
  • Áhættuna sem fylgir fullkomnunaráráttu og það „mental load“ sem verður að þriðju vaktinni
  • Starfið hjá EY og hvað sjálfbærni snýst um
  • Hvað hún brennur fyrir jafnréttismálum sem varð til þess að hún er í námi með vinnu í HÍ
  • Hvað hugleiðsla og morgunjóga er besta leiðin til að byrja daginn ef mögulegt er


Björgheiður minnist á tvo hlaðvarpsþætti sem hún mælir með:

Karlmennskan #9 Mental load

Þegar ég verð stór


Þátturinn er í boði: Geko - Specialists in Innovation Talent, Taktikal og Tern Systems

Konur í tækni
Konur í tækni er hlaðvarp Vertonet, samtaka kvenna í upplýsingatækni á Íslandi. Í þáttunum deilum við sögum af konum í tækni, ræðum starfsferilinn sem þær hafa byggt upp, áskoranir sem þær hafa staðið frammi fyrir og af hverju þær elska að vinna í kringum tækni. Þátturinn er ýmist á íslensku eða ensku eftir því hvaða tungumál gestur þáttarins talar. Umsjón hefur Hildur Óskarsdóttir. Konur í tækni (Women in Tech) is a podcast by Vertonet, a non-profit organization of women in IT in Iceland. The show is either in Icelandic or English, depending on the language the guest of the show prefers.