Bjarki og Hörður settust niður með Einari Guðna og ræddu fótbolta, Black Sabbath, Svíþjóð og allt þar á milli.
Einar Guðnason er tók nýlega við kvennaliði Víkings og þó flestir Víkingar viti hver hann er þá vildum við aðeins kynnast honum betur. Hvað er Einar búinn að vera að gera síðustu ár? Hvaðan kemur hann og hvernig fótbolta vill hann spila?
Þú einfaldlega verður að hlusta. ❤️🖤
Eftir áratugi í treyjunnni, 464 leiki, 2 Íslandsmeistaratitla, 4 bikara, Evrópuævintýri og ótrúlegt magn af Hamingju segjum við takk við Halldór Smára Sigurðsson. Herra Víkingur nær alls ekki utan um allt sem þú hefur gefið félaginu okkar. Takk Halldór Smári ❤️🖤
Tómas og Arnar fara yfir 6 ár af Hamingju í Hamingjunni. Tómas spyr Arnar spjörunum úr og sýnir honum myndir frá mikilvægum augnablikum á ferli Arnars sem þjálfara Víkings.
Takk fyrir allt Arnar og gangi þér vel á nýjum vettvangi. Áfram Víkingur og áfram Ísland. 🖤❤️
Lag í byrjun er eftir Futuregrapher / Árna Grétar og heitir 303 Melody flow. Mælum með að kíkja á þann frábæra listamann. ❤️
Fyrirmyndirnar okkar - þáttur 6
Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg og íslenska landsliðsins kíkti í heimsókn í Víkings stúdíóið.
Hver er Sveindís Jane? Hvernig náði hún markmiðum sínum? Hvert er uppáhalds augnablikið á ferlinum hingað til? Í hvernig takkaskóm spilar Sveindís og margt fleira!
Það var sannur heiður að fá að setjast niður með Sveindísi og ræða um það sem við elskum jú öll, fótbolta.
Loksins náðum við í skottið á Arnari Gunnlaugssyni þjálfara meistaraflokks karla og stilltum honum upp fyrir framan hljóðnemann í Víkings stúdíóinu.
Það er mjög viðeigandi að Hörður og Bjarki hafi grillað Arnar í 90 mínútur og fengu aðeins að kynnast manneskjunni Arnari Gunnlaugssyni betur. Aðeins öðruvísi viðtal en Arnar er kannski vanur, en dómur féll strax eftir viðtalið : "Strákar, þetta var helvíti gaman". Betri meðmæli fást ekki.
Serían "Fólkið okkar" heldur áfram. Hér fáum við að kynnast fólkinu okkar sem gerir allt nema að spila fótboltaleikina sjálfa.
Hörður og Bjarki fengu Þórarinn Einar Engilbertsson (Tóta) í heimsókn og ræddu hvað þjálfarastarfið felur í sér og hver sýn Tóta er á þjálfun í yngri flokkunum.
Stelpurnar okkar - Season 2 - Þáttur 1
Bjarki og Hörður fengu tvo leikmenn meistaraflokks í heimsókn.
Gígja Valgerður Harðardóttir var byrjuð að spila fótbolta í meistaraflokki áður en Rakel Sigurðardóttir fæddist. Farið var yfir ferilinn, hvernig er að vera Víkingur, hvernig tilfinningin var fyrir Rakel að vera í stúkunni á sjálfum Bikarúrslitaleiknum þar sem hún hélt með Breiðablik og margt margt fleira.
Takk kærlega fyrir komuna í Víkings Podcastið Gígja og Rakel. Áfram Víkingur ❤️🖤
Hörður og Bjarki náðu tali af John Andrews og Kristófer Sigurgeirssyni og fóru yfir stöðuna hjá Meistaraflokki kvenna.
Í þættinum er meðal annars að finna :
En í stuttu máli þá var mikið hlegið, hefðum getað verið í 8 klukkutíma en látum rétt rúmlega klukkutíma duga.
Serían "Fólkið okkar" er komin af stað. Hér fáum við að kynnast fólkinu okkar sem gerir allt nema að spila fótboltaleikina sjálfa.
Það var því heldur betur við hæfi að hitta á Viktor Bjarka sem tók nýlega við starfi yfirþjálfara yngri flokka Víkings. Viktor er Víkingur í húð og hár en kom víða við á ferlinum sem leikmaður og hefur undanfarin ár starfað við þjálfun.
Hörður og Bjarki náðu tali af honum í dag og fóru yfir ferilinn, þjálfarastarfið og brekkuna og malarvöllinn í Hæðargarði. Velkominn heim Viktor!
Bjarki og Hörður mættu "under the lights" í Víkings stúdíóið og fóru yfir tímabilið 2023 hjá Meistaraflokki kvenna.
Farið var yfir Lengjubikarinn, Lengjudeildina og að sjálfsögðu Mjólkurbikarinn.
Hver var markahæst í sumar?
Hver átti flestar stoðsendingar?
Hver fékk flest gul spjöld?
Njótið vel.
Markús Árni fékk til sín þá Gísla Gottskálk & Þórð Ingason eftir 2-2 jafntefli við KR á heimavelli hamingjunnar í kvöld.
Aron Baldvin fékk til sín tvo úr starfsliði Víkings þá Sölva Geir & Guðjón Örn eftir 5-3 sigur okkar Víkinga gegn Breiðablik í kvöld.
Markús fékk til sín Ara Sigurpálsson & Aron Elís í spjall eftir 4-1 sigur gegn KR á Víkingsvelli og erum við að fara í fjórða bikarúrslitaleikinn í röð!
Aron Baldvin fékk til sín Viktor Örlyg & Gísla Gottskálk í spjall eftir 6-1 sigur gegn HK á Víkingsvelli.
Fyrirmyndirnar okkar - þáttur 5
Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern München og íslenska landsliðsins kíkti í heimsókn í Víkings stúdíóið.
Hörður og Hrafnhildur ræddu við Glódísi um upprunann í HK/Víking, tímabilið 2011 þegar hún skorar 14 mörk í 11 leikjum og spilar sem framherji, að byrja ung að spila með meistaraflokki, góð ráð fyrir yngri iðkendur og auðvitað hvað þarf til að ná árangri í fótbolta.
Glódís Perla er augljóslega mjög metnaðarfull en á sama tíma skín af henni auðmýktin og þakklætið fyrir að fá að gera það sem hún er að gera í lífinu.
Það var sannur heiður að fá að setjast niður með henni og ræða um það sem við elskum jú öll, fótbolta.
Arnar Gunnlaugsson & Sölvi Geir Ottesen mættu í spjall fyrir leikinn gegn Riga FC.
Fyrirmyndirnar okkar - þáttur 4
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Leverkusen (á láni frá Bayern München) og íslenska landsliðsins kíkti í Víkings stúdíóið og ræddi við Hörð og Hrafnhildi um ferilinn, að byrja ung í meistaraflokki, titlar, töp og hvað þarf til að ná árangri í fótbolta.
Karólína er metnaðarfull fótboltakona sem ætlar að alla leið og það var sannur heiður að fá að setjast niður með henni og ræða um það sem við elskum, fótbolta.
Stelpurnar okkar - þáttur 9
Blað var brotið í sögu Víkings podcastsins þegar Bjarki og Hörður tóku á móti Elízu og Unnbjörgu í sjálfri Hamingjustúkunni í Víkinni. Farið var yfir víðan völl eins og vanalega en þó reynt að halda fókus. Það reyndist sumum erfiðara en öðrum því meistaraflokkur karla var að æfa á aðalvellinum á meðan upptökum stóð. Klukkutími af hreinni Víkings ástríðu.
Takk kærlega fyrir komuna í Víkings Podcastið Elíza og Unnbjörg. Áfram Víkingur
Stelpurnar okkar - þáttur 8
Við höldum áfram að kynna leikmenn í meistaraflokki kvenna. Til okkar kíktu Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir og Linda Líf Boama og eins og vanalega var rætt um allskonar. Sérstakar þakkir fá Bergdís og Katla fyrir að vera í sjúkraþjálfun hjá Dagmar ákkúrat á meðan á upptökum stóð.
Takk kærlega fyrir komuna í Víkings Podcastið Kolbrún Tinna og Linda Líf.
Markús Árni fær til sín Davíð Örn Atlason og Danijel Djuric til sín í spjall eftir 2-0 sigur Stjörnunni á Víkingsvelli.