Hörður og Bjarki náðu tali af John Andrews og Kristófer Sigurgeirssyni og fóru yfir stöðuna hjá Meistaraflokki kvenna.
Í þættinum er meðal annars að finna :
- Hvernig fór sumarið 2023? Var John sáttur með árangurinn?
- Af hverju við Víkingar eigum ekki leikmann í A landsliði kvenna
- Yngri flokka þjálfun
- Gerðum smá grín að Kristó
- Mikil enska töluð af því að John krefst þess að öll viðtöl séu á ensku
- Hvaða leikmenn eru að koma upp
En í stuttu máli þá var mikið hlegið, hefðum getað verið í 8 klukkutíma en látum rétt rúmlega klukkutíma duga.