
Fyrirmyndirnar okkar - þáttur 5
Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern München og íslenska landsliðsins kíkti í heimsókn í Víkings stúdíóið.
Hörður og Hrafnhildur ræddu við Glódísi um upprunann í HK/Víking, tímabilið 2011 þegar hún skorar 14 mörk í 11 leikjum og spilar sem framherji, að byrja ung að spila með meistaraflokki, góð ráð fyrir yngri iðkendur og auðvitað hvað þarf til að ná árangri í fótbolta.
Glódís Perla er augljóslega mjög metnaðarfull en á sama tíma skín af henni auðmýktin og þakklætið fyrir að fá að gera það sem hún er að gera í lífinu.
Það var sannur heiður að fá að setjast niður með henni og ræða um það sem við elskum jú öll, fótbolta.