
Stelpurnar okkar - þáttur 9
Blað var brotið í sögu Víkings podcastsins þegar Bjarki og Hörður tóku á móti Elízu og Unnbjörgu í sjálfri Hamingjustúkunni í Víkinni. Farið var yfir víðan völl eins og vanalega en þó reynt að halda fókus. Það reyndist sumum erfiðara en öðrum því meistaraflokkur karla var að æfa á aðalvellinum á meðan upptökum stóð. Klukkutími af hreinni Víkings ástríðu.
Takk kærlega fyrir komuna í Víkings Podcastið Elíza og Unnbjörg. Áfram Víkingur