Flestir þekkja til tölvuleikjaseríunnar, jafnvel fólk sem hefur aldrei spilað stakan Mortal Kombat leik. Í áratugaraðir hefur hann þótt einn sá vinsælasti og vantar alls ekki úrvalið af bíómyndum og teiknimyndum. Vörumerkið hefur haldist gífurlega sterkt en á miðjum tíunda áratugnum var lítið um kvikmyndaðar aðlaganir á tölvuleikjum en ljóst er að Paul W.S. Anderson myndin frá 1995 hafi malað gull í miða- og myndbandssölu víða um heim.
Ekki er þó hægt að segja það sama um framhaldið sem lenti með vandræðalegum skelli tveimur árum eftir útgáfu forverans. Án þess að skafa neitt frekar af því er framhaldsmyndin af mörgum talin ein versta kvikmynd fyrr eða síðar og hafa áhorfendur lengi deilt um hvort það spili inn í skemmtanagildi hennar eða hvort hún sé hreinlega bara algjör viðbjóður.
Bíófíklarnir Bjarni Gautur og Sindri Gretars setja sig í ýktar stellingar með Tomma til að ræða hæðirnar, lægðirnar, trollið hjá senuþjófinum Christopher Lambert, hinn óneitanlega kraft tónlistarinnar í myndunum báðum og hvort sé eitthvað sé viðbjargandi í slakari ræmunni - eða jafnvel endurræsingunni frá 2021 (því, jú, það er víst önnur ‘Mortal Kombat II’ á leiðinni…).
Upp með hnefana og eyrun. Þetta verður (undarlega) blóðlaust…
Efnisyfirlit:
00:00 - “Ekkert blóð…”
05:12 - Engin lógík, bara gaman
10:05 - Íkoníska þemað og Kano hreimurinn
15:44 - Lore’ið í tölvuleiknum
22:10 - Paul W.S. Anderson heilkennið
25:22 - Mortal Kombat: Annihilation…
32:00 - “Hvað er að gerast í þessari mynd!?”
40:55 - “Checkov’s Animality”
47:07 - Þróun slagsmálasena
53:01 - Hvað varð um John R. Leonetti?
58:24 - Stærsta gæðahrapið?
Ótrúlega handahófskenndir og tilgangslausir spurningaleikir eru oft hrikalega skemmtilegir og nú skal hefja nýjan slíkan lið. Annað en á við um ‘Súrt og svarað’ er þó hægt að vinna eitthvað með nú umræddum leik og eru einnig rétt svör sem leitast er eftir.
Kjartan hlóð í þennan frussuskemmtilega leik sem skiptist í þrjá flokka og nýtur hann þess óneitanlega í botn að fylgjast með Tomma og Atla Frey klóra sér í sitthvorum hausnum yfir flippinu öllu.
Hlustandi er hvattur til að taka þátt og vera með í dauðu þögnunum…
Efnisyfirlit:
00:00 - “Orð þeirra eru lög”
04:13 - Hemsworth og geimverurnar
09:14 - Þrýstingur væntinga
13:11 - “Með stutt, ljóst hár…”
21:27 - Betri en Avatar?
25:38 - Gervigreind og Musk’ismi
30:06 - F-bombur…
35:27 - Úr gríni í heimildarmynd
41:26 - Næstu sex… (leikarar)
55:52 - Um Jurassic Park…
01::08:49 - Um The Thing
01:16:00 - Um Cloud Atlas
01:29:55 - Niðurstaða
Bíófíklar setja sig í Hrekkjavökustellingar og ræða eina af betri myndum Davids Cronenberg í þaula. Hryllingsmyndin The Fly með Jeff Goldblum og Geenu Davis er allmörgum kunnug en mögulega gæti annað átt við um þá mörgu staðreyndarmola sem henni fylgja.
Kjartan, Tommi, Atli Freyr og Frikki búa sig undir ógeðið og skiptast á að lofsyngja þessa vönduðu en sögulega ógeðsllegu bíómynd. Hlustandi er í klessu hvattur til að njóta með og fræðast meira um þennan fræga harmleik, sem er í senn fullkomlega gilt dæmi um að endurgerðir þurfi ekki að vera alltaf af hinu slæma.
Út með vængina og niður með kjálkana, þetta verður tryllt…
Efnisyfirlit:
00:00 - Undirbúningur og uppruni
09:06 - Afbrýðissemi Goldblums
14:15 - Myndlíkingar með brellum
22:37 - Seinni bavíaninn…
29:41 - Um body-horror’inn…
38:35 - Þegar skepnan tekur yfir
47:07 - The Fly II (1989)
58:20 - “Þessi fer í safnið!”
01:04:47 - Samantekt
Þrátt fyrir að fyrsta regla Slagsmálaklúbbs David Fincher sé sú að það megi ekkert ræða hann, er nærri ómögulegt að ræða ekki þessa kvikmynd sem víða er talin ein sú áhrifamesta frá seinni hluta tíunda áratugarins.
Myndin fjallar um skrifstofumann sem þjáist af svefnleysi sem leitar allra leiða til þess að breyta lífi sínu. Þegar hann kemst í kynni við sápugerðarmann sem undirbýr slagsmálaklúbb tekur hversdagurinn á sig aðra mynd og hlutirnir eru alls ekki eins og þeir virðast í fyrstu. Það þarf ekki að leita langt til að sjá að ekki var tekið vel í Fight Club á sínum tíma.
Myndin hlaut dræma aðsókn og voru gagnrýnendur annaðhvort á því að hér væri um að ræða meistaraverk eða hrokafulla þvælu. Margir sáu hana sem kvikmynd sem væri að hvetja til slagsmála, hryðjuverka og tja… extreme karlmennsku, á meðan aðrir ræddu um myndina í þaular þar sem hún er akkúrat krítík á karlmennsku, neytendur, hjarðarhegðun o.fl.
Til langs tíma litið er „költ“ staða myndarinnar ótvíræð og eru fáar myndir frá leikstjóranum Fincher sem hefur verið jafn oft vitnað í. Þau Kjartan, Tommi og Auður Svavarsdóttir brjóta nú fyrstu tvær reglur klúbbsins og ræða þessa merkilega misskildu ræmu og ýmsar merkilegar staðreyndir um hana.
Undir lok þáttar birtist jafnframt óvæntur fastagestur (hví ekki?)
Mögulega er hann ímyndun.
Efnisyfirlit:
00:00 - Að ræða myndina “pólitískt”
05:32 - Fullkomin uppskrift að geðrofi
10:03 - Leyfið til að gráta
15:59 - Það má ekki spyrja spurninga
24:13 - “Er í lagi?”
27:16 - Kínverski endirinn
32:09 - “Fight Club er Disney mynd”
39:17 - “Engir stólar á setti”
43:06 - Staðreyndir sturlaðar
54:14 - Upphaf og endir
58:38 - Óvæntur gestur mætir
Hvernig ætli það sé að vera maki Pearl? Hvaða bíóskrímsli væri ömurlegast að þurfa að búa með sem nágranna? Hvaða franchise-framlengingar mega endanlega deyja út?
Frikki fastagestur er sestur með Kjartani og Tomma til að svara og viðra þessar og miklu fleiri snarsteiktar pælingar. Sumar hverjar spurningarnar eru innsendar og endurnýttar, en þó skal einu lofa; þessar eru hressar. Sérstaklega þá í ljósi þess að inn í þetta blandast alls konar fjölbreytni í svörum og svölum útúrdúrum.
Sjáum hvernig Frikka gengur.
Beint í ruglið.
Efnisyfirlit:
00:00 - Frikki og Borderlands
01:20 - “The Thing í kjallaranum”
07:07 - Pearl eða Misery?
09:04 - Franchise-framlengingar
19:05 - Að vera fastur í senu…
25:21 - Slither eða Brundlefly?
29:24 - Gæðahrap og sokkabrúður (aftur…)
35:41 - Söngleikurinn Saló
39:06 - Framhaldsmyndir eður ei
43:26 - Að kljást við…
46:00 - Hvaða ‘final girl’ vinnur í slag?
47:46 - “Einni senu of löng”…
55:47 - Neo, Morpheus eða Trinity?
58:28 - Versta rímeikið… (klassískt)
01:02:52 - Stúdíó Rogens
01:07:30 - ‘Kicking & Screaming’
Leikstjórinn og handritshöfundurinn Paul Thomas Anderson (P.T.A.) hefur aldrei gert sömu myndina tvisvar. Langt í frá. Filmógrafía þessa manns hefur sjaldan talist til mikilla stórvinsælda hjá meginstraumnum (ekki nema Boogie Nights teljist þar með) en óneitanlega hefur hann átt sér dygga aðdáendur á meðal kvikmyndaáhugafólks - og ekki síður Óskarsakademíunni...
Bíófíklarnir Kjartan, Tommi og Óli Bjarki tóku nýverið ‘P.T. Ander-þon’ og eru mættir til að bera saman topplista sína, auk þess að taka létta krufningu á því hvað það er sem einkennir ‘P.T.A.-mynd’ og hans umræðuverðu fjölbreytni.
Efnisyfirlit:
00:00 - *hvað* er P.T.A-mynd?
11:40 - The Master
21:20 - Magnolia
34:00 - Boogie Nights
46:06 - There Will Be Blood
54:32 - Punch-Drunk Love
01:02:12 - Phantom Thread
01:13:00 - Hvað með hinar?
Þeir Leonardo DiCaprio og Paul Thomas Anderson snúa saman bökum sínum ásamt stórskotaliði þekktra leikara og öflugra nýliða. One Battle After Another hefur verið mikið í umræðunni og ástæðurnar kunna að vera tvær; Hún er mjög vel tímasett pólitísk ádeila og er af ófáum talin með betri myndum ársins. Þess að auki er um að ræða langdýrustu mynd Andersons til þessa.
Við mækinn er sestur Óli Bjarki Austfjörð með Kjartani, Atla Frey og Tomma til að stúdera meintu gæðin og umrædda hæp þessarar myndar. Og vissulega eru tengsl hvers og eins við PTA metin í samhengi þess hvar hún raðast upp við aðrar gæðamyndir frá þessum ágæta leikstjóra.
Samantektin er spoiler-laus fyrsta hálftímann.
Nánar í yfirlitinu að neðan.
Efnisyfirlit:
00:00 - Jól hjá P.T.Aðdáendum
08:48 - Hvergi fengið að slaka
16:08 - Fjármagnið á skjánum
21:57 - Pólitík og eltingarleikir
29:09 - “Svo blatant satíra”
33:33 - Spoiler umræða hefst...
39:55 - Ævintýri Willu
46:45 - “Svo lítill í sér”
51:10 - Að leika með hárinu
54:13 - Samantekt
Arnór Steinn Ívarsson, úr hlaðvarpinu Tölvuleikjaspjallið, er mættur stálhress í stúdíóið til Bíófíkla (sem kaldhæðnislega er sama stúdíó og hýsir fyrrnefnda hlaðvarpið) til að ungan en furðulegan undirflokk: Tölvuleikjakvikmyndir, eða réttar sagt, aðlaganir á tölvuleikjum í bíóformi.
En hver er metríkin eða kríterían fyrir slíkar myndir? Snýst þetta um hversu trú myndin er þeim tölvuleik (eða seríu) sem hún er byggð á eða einfaldlega hvort myndin standi sjálfstæð sem kvikmyndaupplifun?
Arnór, Kjartan og Tommi reyna að svara eitthvað af þessum spurningum og mætti hver þeirra með sinn eigin stórfurðulega lista.
Því ekki var beinlínis úr haug af gæðaefni að velja…
Efnisyfirlit:
00:00 - Meðmæli Arnórs
02:05 - Borderlands eða Mein Kraft?
06:43 - Að grípa í strá…
16:03 - Warcraft (2016)
19:22 - Need for Speed (2014)
23:23 - The Angry Birds Movie (2016)
25:27 - The Super Mario Bros. Movie (2023)
31:42 - The Super Mario Bros. (1993)
37:31 - Sonic/Sonic 2/Sonic 3
43:04 - Ratchet & Clank (2016)
46:01 - Mortal Kombat (1995)
55:55 - Street Fighter (1994)
01:02:22 - Pokémon: The First Movie (1999)
01:09:00 - Samantekt
Braindead (e. Dead Alive) er á meðal fyrstu furðuverka nýsjálenska múltítaskarans Peter Jackson, sem varð almenningi fljótt kunnugur eftir gerð Lord of the Rings þríleiksins. Upphafsskref Jacksons í splatter-hryllingi og ýmis konar flippaðri smekkleysu eru þó stórmerkileg og vel þess virði að skoða.
Kjartan, Tommi og Frikki kíktu á dellumynd Jacksons sem hefur víða verið talin ein blóðugasta ef ekki subbulegasta mynd fyrr eða síðar. Þetta er það sem flokkast í það minnsta undir ‘ælupokamynd’. Er enn eitthvað til í þessu eða hafa tímarnir breyst?
Efnisyfirlit:
00:00 - Frikki og Grease 2
06:49 - “Ég mana þig”-myndin
10:09 - Úr Bad Taste…
15:52 - Upprisa Jacksons
24:00 - Aðeins dýpra…
30:51 - Hetjusaga ómenna
41:59 - Staðreyndir sturlaðar
52:41 - Yfir í samantektina…
Robert Zemeckis hefur ekki verið á vörum almennings í sama kalíberi og Spielberg, Lucas, Cameron eða fleiri brautryðjendur í vestræna stórmyndageiranum. Það er að vissu leyti einkennilegt miðað við filmógrafíuna og sögulega status frægustu titlana; Romancing the Stone, Back to the Future I-II-III, Who Framed Roger Rabbit, Forrest Gump, Cast Away, The Polar Express o.fl.
Þýðir það þá að lægðirnar voru of lágar?
Bíófíklar fengu til sín Stefán Atla Rúnarsson til að rank'a og ræða sarpinn frá Zemeckis, ýmis konar tækni- og gervigreindartengt og ekki síst marga hverja brautryðjandi framleiðslugaldrana sem fóru í nokkur verk Roberts.
Og af hverju talar aldrei neinn um The Walk? eða Beowulf? Hvað með Here eða Death Becomes Her!?
Efnisyfirlit:
00:00 - “Byssurnar, mar”
04:41 - Af hverju Zemeckis?
15:41 - Cast Away (2000)
25:08 - Contact (1997)
32:04 - Forrest Gump (1994) og The Walk (2015)
39:46 - BTTFII (1989) og Death Becomes Her (1992)
43:50 - Who Framed Roger Rabbit (1988)
49:10 - The Polar Express (2004)
59:02 - Back to the Future (1985)
01:11:01 - Vanmetnari titlarnir
01:21:40 - Bíótrend og gervigreind
Matrix-sería Wachowski-systranna kom, sá og sigraði heiminn um gott skeið* í kringum aldamótin. Það sem upp úr því spratt varð einkennilega frjó, frumleg, fjölbreytt og heldur betur umdeild kvikmyndasería sem hefur núna spannað nokkrar framhaldsmyndir, tölvuleiki, myndasögur og stuttmyndir.
Margt hefur áður verið rætt í þaula um þennan bálk en Bíófíklar reyna hér að diskútera sarpinn allan og tilheyrandi speki, þemu og (auðvitað!) allt djöfulsins kúlið!
Íris, Kjartan og Tommi skoða Matrix-myndirnar fjórar til flokkunar ásamt gæðaröðun á The Animatrix-stuttmyndunum (ó, já, allur pakkinn!). Þess að auki fylgja miklar vangaveltur um kynjamyndir, einstakling, samfélög, ástina, jaðarhópa, val, kjarnakonur og fleira rammpakkað. Þar að auki má spyrja sig hversu hinsegin Matrix-myndirnar eru, hvort Neo sé raunverulega nýstárleg túlkun á Þyrnirós og hvað útsendarinn Smith stendur fyrir.
Þýðir þá ekki annað en að staupa í sig rauðu pilluna, smella sér í leðrið, opna eyrun og greina með okkur myndmálið og allan kóðann. Reynt er eftir fremsta magni að gúffa allt í sig af bestu lyst, sem er þó hægara sagt en gert þegar það er engin skeið. En allt fyrir ástina!
Prógrammið skiptist í...
The Matrix
The Animatrix
The Matrix Reloaded
The Matrix Revolutions
The Matrix Resurrections
Ítarlegra efnisyfirlit:
00:00 - Ekki vera Paul
02:32 - Serían öll
05:43 - The Matrix (1999)
12:42 - “Kúl gellur!”
20:28 - Frá Smith til…
27:26 - Kynjahugmyndir og samfélag
36:10 - “Svakalega hinsegin”
43:11 - Neo er Þyrnirós
47:21 - The Matrix Revisited (2000)
50:11 - The Animatrix (2003)
57:10 - Matriculated
01:02:54 - World Record
01:09:40 - Detective Story
01:14:01 - Kid’s Story
01:17:15 - Final Flight of the Osiris
01:20:24 - The Program
01:24:30 - Beyond
01:27:27 - The Second Renaissance
01:39:49 - The Matrix Reloaded (2003)
01:49:18 - Pixlapíka, camp og gaman
01:57:33 - Val eða orsakasamhengi
02:02:31 - The Matrix Revolutions (2003)
02:11:11 - Brostið hjarta og allt blautt
02:19:33 - The Matrix Resurrections (2021)
02:27:55 - Lana í fíling
02:44:07 - Samantekt og framtíðar(vá)spá
Atli Þór Einarsson og Atli Steinn Bjarnason úr hlaðvarpinu Videoleigan eru sestir í stúdíóið með Bíófíklum til að ræða eina óvenjulega (late-)‘90s ofurhetjumynd.
Hasarblaðagrínmyndin Mystery Men er gjörsamlega drekkhlaðin hæfileikafólki og furðulegum bröndurum, en þess að auki er fullt við framleiðsluna sem vert er að ræða og brjóta heilann yfir. Síðan að sjálfsögðu er nóg til að krukka í varðandi ágæti þessarar ‘niche’-költ myndar. Og ógrinnið af gestarullum sem þarna fylgir.Setjið á ykkur skikkjurnar og verið með í þessari ringulreið.
Efnisyfirlit:
00:00 - Með Atla og Atla
06:08 - Hasarblaðamyndir
14:25 - Aðsókn vs. gæði
22:04 - Videoleigan rís
30:45 - Um Mystery Men
34:32 - Logandi gulrót
38:25 - Hvílíka leikarasúpan
50:01 - Klám, prump og diskó
55:58 - “Hvað er þessi mynd?”
01:00:01 - Það sem vantar…
01:15:43 - Aðsókn á góðu ári
01:23:05 - Legasía og samantekt
01:37:10 - The Master of Disguise (?!) o.fl.
Gott andrúmsloft, sterkir leikarar og geggjuð tónlist. Þetta eru gjarnan einkenni betri myndanna úr filmógrafíunni hjá Michael Mann. Auk þess virðast allflestir karlmenn tengjast kvikmyndinni Heat einhverjum órjúfanlegum böndum, einhverra hluta vegna.
Páll Eyjólfsson er aftur snúinn frá Lúxemborg til að spjalla við Kjartan og Tomma en að þessu sinni varð Mann fyrir valinu. Þá stokka þeir þrír upp sína topplista úr sarpi Manns og getur hlustandi dæmt sjálfur um hver við mækinn sé mesti Mann-fræðingurinn á svæðinu. (Að öllum líkindum er það Páll.)
En þá er bara að demba sér í múdið.
Efnisyfirlit:
00:00 - Karlar, græjur og Mann…
07:37 - Heat
15:03 - Mann-fræðin
20:19 - Miami Vice
28:11 - The Jericho Mile
31:51 - The Last of the Mohicans
38:03 - Collateral
48:40 - Thief
53:20 - Manhunter
01:00:28 - Heat… aftur
01:22:18 - The Insider
01:29:51 - Heat 2
01:39:35 - Yfir í… söngleiki
01:46:07 - Markaðurinn í dag
Ein umtalaðasta svarta kómedíuhrollvekja þessa árs, virðist vera, frá fyrrum grínaranum sem færði okkur eina heldur betur óvænta Barbarian árið 2022.
Kjartan, Tommi, Friðrik og Birgir Snær gramsa í, rýna í og kryfja nýjustu myndina frá Zach Cregger; hina forvitnilegu og stórvinsælu Weapons. Úr nægu er allavega að taka og reynt er eftir fremsta magni að kafa djúpt í þessa margbrotnu mystík. Hvað í déskotanum er þessi mynd að segja eða gera og af hverju er hún að skapa svona mikið umtal?
Og af hverju hafa Kjartan og Friðrik ekki séð Barbarian?!
Byrjum þar...
Efnisyfirlit:
00:00 - Heitasta handritið
06:37 - Spoiler-laus 'samantekt'
19:27 - Justine (spillar)
30:45 - Archer
40:50 - Paul
53:43 - James
01:03:37 - Marcus
01:17:01 - Alex
01:38:07 - Hvað svo?
01:45:02 - Niðurstaða
Patrick Bateman er meira en þessi týpíski ‘Wall Street lúser’ (eða hvað?), þó enginn annar virðist sjá það. En hvað er það sem lætur Bateman tikka? Hvað er hægt að segja um þetta rotna samfélag og ekki síður þennan hóp sem hann tilheyrir? Veit hann raunverulega eitthvað um Phil Collins eða er þetta allt saman bara gríma?
Auður Svavarsdóttir kíkti til Kjartans og Tomma til að ræða helstu spurningar, svör og stúderingar í tengslum við költ-klassíkina American Psycho, og hvernig myndin stenst samanburð við umdeildu bókina eftir Bret Easton Ellis. Auður segir American Psycho vera eina af sínum uppáhaldsmyndum og virðist vera eini einstaklingurinn innan þessa hóps sem getur frætt okkur manna mest um hina gallsúru American Psycho 2…
Setjið á ykkur heyrnartólin og komið ykkur fyrir í góðu húsasundi. Þetta verður geggjað!
Efnisyfirlit:
00:00 - Hver á flottasta nafnspjaldið?
07:59 - Að fitta inn
11:36 - Ímyndun eða ekki ímyndun
16:33 - Löggan og ritarinn
25:52 - Allir eru með grímur
32:13 - Fight Club dilemman
39:30 - Úr fyrstu íi þriðju persónu
46:35 - ‘80s períódan
52:52 - American Psycho 2 og samantekt
Liam Neeson hefur tekið við keflinu af hinum óborganlega Leslie Nielsen sem burðarleikari ‘Beint á ská’ seríunnar. Nú er það Frank Drebin Jr. sem fær að leika lausum hala í endurræsingu sem bæði mætti kalla óvænta og í senn boðbera um endurkomu svokallaðra ‘spoof’ mynda af gamla skólanum.
Viktor Árni Júlíusson er mættur til að ræða The Naked Gun ‘25 við Kjartan, Tomma og Atla Frey, en hver þeirra fjórmenninga á sér ólík tengsl við þessa vinsælu sprellsyrpu.
Dómarnir virðast allavega hafa verið merkilega jákvæðir, en hvað segja bíófíklar? ... Á Neeson einhvern séns í Nielsen? Hvers vegna eru nöfn þeirra svona svipuð? Hvernig gengur Pamelu Anderson að feta í fótspor Priscillu Presley?
Svörin liggja í hlustuninni. Varað verður (…ish) við spoilerum.
...Má þess einnig geta að Viktor er vægast sagt ósammála bíófíklum um eina tiltekna sumarmynd…
Efnisyfirlit:
00:00 - Eldheit skoðun Viktors…
12:00 - Nýr er Drebin
18:44 - Nielsen, Neeson og niðurstaðan
28:23 - “Naked: Impossible”
36:13 - Brandaradælan (spoilerar hefjast…)
44:00 - Kreditlistaflipp
50:45 - Róið ykkur upp
55:38 - Stemning fyrir spoof-myndum
01:01:10 - Hvað er Netflix password’ið?
01:14:30 - Grínmyndatrend…
01:22:47 - Brandarar per mínútu (+ samantekt)
‘Fyrsta Marvel-fjölskyldan’ svonefnda er aftur komin ‘heim’ og hefur þar með fengið glænýja endurræsingu - nema nú í MCU-heiminum. Eftir raðir af merkum feilsporum að koma Fantastic Four hetjunum á hvíta tjaldið með sterkum árangri er upplagt að kanna hvort útkoman hérna séu merki um gríðarleg framför eða hvort hvíli hreinlega bara einhver bíóbölvun á þessu merki.
Sigga Clausen er sest niður með Kjartani og Tomma til að rýna í Hin fjögur fræknu og meta hvort um ræðir annars vegar bjarta von um framtíð Marvel-myndanna og hins vegar hvort eðahvar spennan fyrir Avengers: Doomsday liggur. Umræður um foreldrahlutverk og fæðingar gætu einnig verið óhjákvæmilegar, ásamt samanburði við Superman….
Varað verður við þyngri spillum.
Efnisyfirlit:
00:00 - Bölvun fjölskyldunnar?
03:25 - F4 & Rise of the Silver Surfer
08:50 - Fant4stic
12:33 - The Incredibles
17:53 - First Steps, án spoilera
28:28 - Galactus! (spoilerar!!)
33:54 - Sue, Reed ofl
44:35 - Svona var það ‘60s
48:45 - Hvað með Doomsday?
56:36 - Magn og markaðssetning
01:02:51 - Herbie!
01:09:13 - Shakman og Feige
01:18:01 - Samantekt
Ein ef ekki langdýrasta stórmynd síns tíma sem framleidd var utan vestræna markaðsins, beint úr hugarheimi franska pervertsins Luc Besson. The Fifth Element er algjör sci-fi steik með Bruce Willis í fantaformi og í senn spennumynd sem markar þá fyrstu með Millu Jovovich í einu aðalhlutverkinu að ógleymdum Gary Oldman í aldeilis fjörugum fíling. Síðan er að sjálfsögðu hinn ómótstæðilegi Ruby Rhod sem gleymir ekki að gæða myndarömmunum meira líf með glensi sínu og stjórnlausri greddu.
Kjartan, Tommi og Atli Freyr rifjuðu upp þessa einkennilegu ævintýramynd og hvað það er sem fær hana til að skara fram úr mörgum öðrum partímyndum aðalstjörnunnar; sum sé Willis.
Efnisyfirlit:
00:00 - Þegar perrar gera bíómyndir…
07:23 - Dýrasta evrópska mynd síns tíma
14:25 - Upphaflega Prince
16:36 - Óperudívan
19:05 - Bjartara “Coruscant”
22:40 - Hvað gerir Leeloo?
26:06 - Byssubyssan!
34:03 - Hvað lærir Leeloo?
42:51 - Þegar skrípóið tekur yfir
48:20 - Staðreyndir steiktar
57:12 - Aftur að perranum…
Bandarískur vísindaleiðangur til Suðurheimskautsins er truflaður af hópi trylltra Norðmanna sem elta og skjóta hund. Þannig hefst brillerandi sci-fi hryllingsmyndin The Thing frá John Carpenter. Vill þannig til að þetta er ein af allra uppáhalds tveggja fastagesta Bíófíkla.
Kjartan og Tommi tóku á móti Atla Frey og Frikka til að ræða þessa költ-klassík í ræmur, upprunalegu söguna og nákvæmlega hvað það er sem gerir The Thing svona ótrúlega töff skrímslamynd. Óhjákvæmilega ræða þeir líka prequel-myndina The Thing (2011), tölvuleikinn The Thing og stuttmyndirnar Thingu og The Things.
Einn þessara fjórmenninga er Thing’ið. En hver?
Efnisyfirlit:
00:00 - Hver við mækinn er ‘The Thing?’
05:33 - The Thing vs. The Thing
19:24 - Fullkomin vetrarmynd
31:04 - Opnun og skák
39:13 - “Skjótt’ennan fokking hund!”
43:31 - “Þetta á eftir að bögga Tomma…”
50:06 - Heimsendaþríleikur Carpenters
56:00 - The Thing: Remastered
01:06:11 - Thingu!
01:02:27 - The Master of Disguise…
01:14:35 - Eitthvað borar…
01:18:00 - The Things
01:23:20 - Samantekt?
01:29:00 - Draugar & djöflar…
Trúlega einhver virtasti og þekktasti ‘græjukarlinn’ í Hollywood. James Cameron ætti að vera löngu orðinn brennimerktur inn í nostalgíubúið hjá allmörgum bíófíklum á einn hátt eða annan. Upp á síðkastið (og í senn um ókomin ár) hefur hann aðallega haldið sig á plánetunni Pandóru með Avatar-syrpunni sinni, en þegar um ræðir náungann sem færði okkur The Terminator, Aliens, The Abyss og Titanic - svo dæmi séu nefnd - er kannski þess virði að kafa aðeins dýpra ofan í feril köfunarmeistarans.
Kjartan og Tommi eru sestir ásamt Fannari Traustasyni (hjá brellufyrirtækinu DNEG) til að bera saman ólíku bækurnar um hvað gerir framúrskarandi ræmu í nafni Camerons.
Nú er það blátt!
Efnisyfirlit:
00:00 - Blái gljáinn
06:01 - Cameron í “aukavinnu”
15:22 - The Terminator
22:11 - Avatar: The Way of Water
28:00 - True Lies
33:52 - Aliens
43:02 - T2
49:13 - Avatar
01:03:55 - Titanic
01:23:00 - The Abyss