
Leikstjórinn og handritshöfundurinn Paul Thomas Anderson (P.T.A.) hefur aldrei gert sömu myndina tvisvar. Langt í frá. Filmógrafía þessa manns hefur sjaldan talist til mikilla stórvinsælda hjá meginstraumnum (ekki nema Boogie Nights teljist þar með) en óneitanlega hefur hann átt sér dygga aðdáendur á meðal kvikmyndaáhugafólks - og ekki síður Óskarsakademíunni...
Bíófíklarnir Kjartan, Tommi og Óli Bjarki tóku nýverið ‘P.T. Ander-þon’ og eru mættir til að bera saman topplista sína, auk þess að taka létta krufningu á því hvað það er sem einkennir ‘P.T.A.-mynd’ og hans umræðuverðu fjölbreytni.
Efnisyfirlit:
00:00 - *hvað* er P.T.A-mynd?
11:40 - The Master
21:20 - Magnolia
34:00 - Boogie Nights
46:06 - There Will Be Blood
54:32 - Punch-Drunk Love
01:02:12 - Phantom Thread
01:13:00 - Hvað með hinar?