
Ein ef ekki langdýrasta stórmynd síns tíma sem framleidd var utan vestræna markaðsins, beint úr hugarheimi franska pervertsins Luc Besson. The Fifth Element er algjör sci-fi steik með Bruce Willis í fantaformi og í senn spennumynd sem markar þá fyrstu með Millu Jovovich í einu aðalhlutverkinu að ógleymdum Gary Oldman í aldeilis fjörugum fíling. Síðan er að sjálfsögðu hinn ómótstæðilegi Ruby Rhod sem gleymir ekki að gæða myndarömmunum meira líf með glensi sínu og stjórnlausri greddu.
Kjartan, Tommi og Atli Freyr rifjuðu upp þessa einkennilegu ævintýramynd og hvað það er sem fær hana til að skara fram úr mörgum öðrum partímyndum aðalstjörnunnar; sum sé Willis.
Efnisyfirlit:
00:00 - Þegar perrar gera bíómyndir…
07:23 - Dýrasta evrópska mynd síns tíma
14:25 - Upphaflega Prince
16:36 - Óperudívan
19:05 - Bjartara “Coruscant”
22:40 - Hvað gerir Leeloo?
26:06 - Byssubyssan!
34:03 - Hvað lærir Leeloo?
42:51 - Þegar skrípóið tekur yfir
48:20 - Staðreyndir steiktar
57:12 - Aftur að perranum…