
Braindead (e. Dead Alive) er á meðal fyrstu furðuverka nýsjálenska múltítaskarans Peter Jackson, sem varð almenningi fljótt kunnugur eftir gerð Lord of the Rings þríleiksins. Upphafsskref Jacksons í splatter-hryllingi og ýmis konar flippaðri smekkleysu eru þó stórmerkileg og vel þess virði að skoða.
Kjartan, Tommi og Frikki kíktu á dellumynd Jacksons sem hefur víða verið talin ein blóðugasta ef ekki subbulegasta mynd fyrr eða síðar. Þetta er það sem flokkast í það minnsta undir ‘ælupokamynd’. Er enn eitthvað til í þessu eða hafa tímarnir breyst?
Efnisyfirlit:
00:00 - Frikki og Grease 2
06:49 - “Ég mana þig”-myndin
10:09 - Úr Bad Taste…
15:52 - Upprisa Jacksons
24:00 - Aðeins dýpra…
30:51 - Hetjusaga ómenna
41:59 - Staðreyndir sturlaðar
52:41 - Yfir í samantektina…