
Hvernig ætli það sé að vera maki Pearl? Hvaða bíóskrímsli væri ömurlegast að þurfa að búa með sem nágranna? Hvaða franchise-framlengingar mega endanlega deyja út?
Frikki fastagestur er sestur með Kjartani og Tomma til að svara og viðra þessar og miklu fleiri snarsteiktar pælingar. Sumar hverjar spurningarnar eru innsendar og endurnýttar, en þó skal einu lofa; þessar eru hressar. Sérstaklega þá í ljósi þess að inn í þetta blandast alls konar fjölbreytni í svörum og svölum útúrdúrum.
Sjáum hvernig Frikka gengur.
Beint í ruglið.
Efnisyfirlit:
00:00 - Frikki og Borderlands
01:20 - “The Thing í kjallaranum”
07:07 - Pearl eða Misery?
09:04 - Franchise-framlengingar
19:05 - Að vera fastur í senu…
25:21 - Slither eða Brundlefly?
29:24 - Gæðahrap og sokkabrúður (aftur…)
35:41 - Söngleikurinn Saló
39:06 - Framhaldsmyndir eður ei
43:26 - Að kljást við…
46:00 - Hvaða ‘final girl’ vinnur í slag?
47:46 - “Einni senu of löng”…
55:47 - Neo, Morpheus eða Trinity?
58:28 - Versta rímeikið… (klassískt)
01:02:52 - Stúdíó Rogens
01:07:30 - ‘Kicking & Screaming’