
Ótrúlega handahófskenndir og tilgangslausir spurningaleikir eru oft hrikalega skemmtilegir og nú skal hefja nýjan slíkan lið. Annað en á við um ‘Súrt og svarað’ er þó hægt að vinna eitthvað með nú umræddum leik og eru einnig rétt svör sem leitast er eftir.
Kjartan hlóð í þennan frussuskemmtilega leik sem skiptist í þrjá flokka og nýtur hann þess óneitanlega í botn að fylgjast með Tomma og Atla Frey klóra sér í sitthvorum hausnum yfir flippinu öllu.
Hlustandi er hvattur til að taka þátt og vera með í dauðu þögnunum…
Efnisyfirlit:
00:00 - “Orð þeirra eru lög”
04:13 - Hemsworth og geimverurnar
09:14 - Þrýstingur væntinga
13:11 - “Með stutt, ljóst hár…”
21:27 - Betri en Avatar?
25:38 - Gervigreind og Musk’ismi
30:06 - F-bombur…
35:27 - Úr gríni í heimildarmynd
41:26 - Næstu sex… (leikarar)
55:52 - Um Jurassic Park…
01::08:49 - Um The Thing
01:16:00 - Um Cloud Atlas
01:29:55 - Niðurstaða