Í þessum þætti er fjallað um heilann og hugann og hvaða aðferðum ayurveda lífsvísindin búa yfir til að styrkja þessa tvo pósta sem eru grunnurinn að góðri andlegri heilsu, einbeitingu, minni og svefninum. Sérstakur gaumur er gefinn að svefninum.
(Þáttur 7 er á leiðinni en þar er fjallað um breytingaskeiðið. Það komu upp tæknileg vandamál sem gætu haft áhrif á hljómgæðin í þætti 7 og 8. )
Gúnurnar þrjár - Sattva, Rajas og Tamas stýra persónuleika okkar frá degi til dags. Við viljum að Sattva gúnan sé ríkjandi þó við þurfum á öllum þremur að halda.
Sattva gúnan gefur okkur friðsæld, kærleik, sátt og samhygð í hugann. Við erum nóg eins og við erum. Við þurfum ekki að reyna að breyta okkur til að öðlast hamingju og falla í kramið. Það er Rajas gúnan sem knýr þá þörf. Vera ríkari, fallegri, með stærri varir, stærri brjóst, unglegri, frægari o.s.frv. En lífsstíllinn í dag er mjög rajas ríkur og flestir stýrast að mestu af rajas gúnunni. Hún krefst örvunar á skilningarvitin eins og í gegnum fæðu , kynlíf, kaffi og alkohól til að vera alltaf í stuðinu og örvuð. Sattva gúnan er síðan sú sem dregur okkur niður í kyrrstöðu og sljóleika. Gjörunninn matur, dóp, gamall matur og matar-afgangar og fleira ýtir undir Tamas gúnuna.
JURTIR FYRIR HUGA OG HEILA
Brahmi, tulsi, ashwaganda eru nokkrar af þeim jurtum sem eru hjálplegar til að skýra hugann, og koma þar á jafnvægi.
(Þáttur 7 var lengi í lagfæringum til að lappa upp á hljóðgæði og fer því í loftið á eftir þætti 8. )
Í þessum þætti er fjallað um breytingaskeiðið og þau vandamál sem konur geta upplifað á þessu merkilega umbreytinga tímabili. Breytingaskeið karla fær lítið pláss en þó er fjallað stuttlega um þau einkenni sem karlar geta upplifað. Það er munur á upplifun kvenna af breytingaskeiðinu á Vesturlöndum og þróunarlöndunum.
Konur í þróunarlöndunum virðast sjaldnast upplifa sama vanda og Vestrænar konur þegar frjósemin og blæðingar hætta. Á Vesturlöndum hefur enda viðhorfið verið mikil æskudýrkun og þar með eru konur gjaldfelldar þegar breytingaskeiðinu er náð en það er þveröfugt í t.d. Austurlöndum og almennt í þróunarlöndunum. Þar öðlast kona aukna virðingu með aldrinum.
Í ayurveda er sjónarhornið ólíkt því sem tíðkast í Vestrænum lækningum. Þetta þykir gæfuskeið. Konan tapar líkamlegri frjósemi en öðlast aukna andlega frjósemi í staðinn. Æviskeiðin eru þrjú: Kapha æviskeiðið þegar við erum að þroskast og vaxa úr grasi; Pitta æviskeiðið sem er miðbik ævinnar og þá erum við á barneignaraldri og hormónaframleiðslan er öflug; Vata æviskeiðið sem er síðasta æviskeiðið þegar framleiðsla hormóna minnkar og almennt hægir á efnaskiptum og þurrkurinn í vefjunum eykst. Fínlegri orka (Vata) fer að að ríkja í okkur í auknum mæli eftir því sem við eldumst.
Til að minnka neikvæð áhrif breytingaskeiðsins eins og hitakóf, svefnleysi, bjúg og pirring eru ayurvedafræðin með ýmis verkfæri sem farið er í í þættinum. Nokkrar jurtir eru góðar og þar á meðal eru það rhodiola, shatavari, ashwaganda, tulsi og aloe vera.
Í þessum þætti fara Heiða Björk og Guðrún yfir fleiri grundvallaratriði í ayurveda lífsvísindunum. Í ayurveda er talað um 6 mismunandi bragðtegundir: Sætt, salt, súrt, biturt, sterkt og herpandi. Öll næring hefur eitt eða fleiri brögð í sér sem segir bragðkirtlum á tungunni hvað sé á leiðinni. Brögðin hafa mismunandi áhrif á líkamann og hugann og við þurfum að fá öll sex í okkur á hverjum degi. Helst í hverri máltíð.
Vefir líkamans eru sjö: Plasma, blóð, vöðvar, fita, bein, taugar, æxlunarvefur. Ójafnvægi í mismunandi vefjum skapa mismunandi heilsufarsvanda. Tilfinningar hafa áhrif á vefina og verður farið dýpra í suma vefi en aðra. Ekki gefst mikill tími á aðeins tæpri klukkustund að kafa djúpt í þá alla.
Í þessum þætti spjalla þær Heiða Björk og Guðrún um fleiri grunnhugtök í ayurveda lífsvísindunum. Agni er meltingar- og. efnaskiptaeldurinn. Ama eru illa meltar matarsameindir, úrgangsefni sem verða til við bruna í líkamanum og eitur sem berst í okkur með matvælum og drykk, inn með loftinu sem við öndum að okkur og gegnum húðina. En Ama getur líka verið andleg. Ojas er lífseleksírinn sem við fáum úthlutað við fæðingu en síðan getum við aukið hann með fæðu og lífsstíl eða gengið á hann.
Manneskja með góðan agni, mikið af ojas og lítið af ama er með mikinn lífskraft og sterkt ónæmiskerfi.
Í þessum þætti fjöllum við um það hvernig dósjurnar þrjár - vata, pitta og kapha - ríkja á mismunandi tímum sólarhringsins. Hvernig þær eru ríkjandi á mismunandi árstíðum og hvernig æviskeiðin okkar þrjú skiptast í vata, pitta og kapha æviskeið.
Við endurspeglum umhverfið. Við erum microkosmos af macrokosmos. Það sem gerist hið ytra hefur áhrif á starfsemi líkama okkar og huga. Við þurfum því að taka tillit til hrynjandi náttúrunnar. Vera í flæðinu og fylgja með taktinum. Ef við erum upp á skjön við taktinn í náttúrunni sóum við dýrmætri orku og veiklum líkamann og hugann.
Fyrir þau sem vilja vita meira um ayurveda er hægt að finna ýmsar greinar um ayurveda á vef Ástar og Friðar undir FRÆÐSLA. Eins og þessa grein hérna: ,,Hvað er ayurveda,"
Við fæðumst öll með ákveðna líkams- og hugargerð sem kallast PRAKRITI í ayurveda lífsvísindunum. Öll erum við einstök og engir tveir eru með sama prakriti. Prakriti er það magn sem við höfum af vata, pitta og kapha við fæðingu og hvernig þessir lífskraftar dreifast um líkama okkar og huga. Prakriti er eins og erfðamengið okkar. Það breytist ekki yfir ævina.
Til að vita hvað hentar okkur í fæðu og lífsstíl þurfum við að þekkja hvert okkar prakriti er. Það er eins og að fá nafnskírteini og ökuskírteini að þekkja meðfæddu líkams- og hugargerðina sína. Þú veist hver þú ert og öðlast þá hæfni til að aka af mýkt í gegnum lífið og forðast árekstra.
Til að komast að því hver þín meðfædda líkams- og hugargerð er (prakriti) getur þú svarað spurningalista sem er í bókinni Ayurveda. Listina að halda jafnvægi í óstöðugri veröld eða farið inn á vef Ástar og Friðar, www.astogfridur.is, skrollað niður að fyrirsögninni Hvernig manneskja ert þú? Þar undir finnur þú spurningalistann í pdf formati.
Það er grundvallar atriði að þekkja sitt prakriti. Út frá því veistu hvort það hentar þér að nota sterk krydd eins og hvítlauk, engiferrót og cayenne pipar; hvort það henti þér að borða mikið af kjöti, rjóma og mjólkurvörum eða hvort það sé afar óheppilegt fyrir þig að stunda köld böð. Þetta eru aðeins örfá dæmi um það hvernig það skiptir máli dósjan sem er ríkjandi í þér sé vata, pitta eða kapha.
Nánari upplýsingar um prakriti og líkamsgerðirnar finnur þú í bókinni um ayurveda eftir Heiðu Björk og á vef Ástar og Friðar.
Í þessum fyrsta þætti fjalla Heiða Björk og Guðrún um Ayurveda lífsvísindin vítt og breitt. Heiða Björk er ayurveda sérfræðingur (ayurveda practitioner) og starfar við ayurveda heilsuráðgjöf og heldur námskeið um ayurveda lífsvísindin (sjá nánar á www.astogfridur.is). Hún skrifaði bókina Ayurveda. Listin að halda jafnvægi í óstöðugri veröld, 2023. Guðrún sem er stjórnmálafræðingur að mennt hefur skoðað og stúderað ayurveda með hléum í nærri 20 ár og rekur verslunina og kaffihúsið Systrasamlagið sem selur ýmsar ayurvedavörur ásamt jóga og heilsuvörum (www.systrasamlagid.is) .
Í þessum þætti kynna þær frumkraftana fimm til sögunnar og dósjurnar þrjár og segja stutt frá sögu ayurveda og hvar þessi stórkostlegu heilsuvísindi eru helst stunduð.
Í þessum þætti fjalla þær Heiða Björk og Guðrún um dósjurnar þrjár, vata, pitta og kapha og fjalla um frumkraftana sem búa að baki þeim. Þær skoða meðfæddu líkams- og hugargerðina sem kallast PRAKRITI í ayurveda og skoða þekkta einstaklinga og hvert þeirra PRAKRITI gæti verið. Prakriti er eins og erfðamengið okkar og ákvarðar styrkleika okkar og veika hlekki í líkama og huga.
Heiða Björk er ayurveda sérfræðingur (Ayurveda Practitioner) og næringarþerapisti (DipNNT) og heldur úti vefnum www.astogfridur.is. Hún starfar við ayurveda heilsuráðgjöf og skrifaði bókina Ayurveda. Listin að halda jafnvægi í óstöðugri veröld sem kom út 2023. Guðrún sem er stjórnmálafræðingur að mennt hefur stúderað ayurvedafræðin með hléum í nær 20 ár og rekur kaffihúsið, heilsu- og lífsstílsverslunina Systrasamlagið ásamt systur sinnu Jóhönnu. Þar fást ýmsar vörur sem tengjast ayurveda svo sem krydd og jurtir.