
Í þessum þætti spjalla þær Heiða Björk og Guðrún um fleiri grunnhugtök í ayurveda lífsvísindunum. Agni er meltingar- og. efnaskiptaeldurinn. Ama eru illa meltar matarsameindir, úrgangsefni sem verða til við bruna í líkamanum og eitur sem berst í okkur með matvælum og drykk, inn með loftinu sem við öndum að okkur og gegnum húðina. En Ama getur líka verið andleg. Ojas er lífseleksírinn sem við fáum úthlutað við fæðingu en síðan getum við aukið hann með fæðu og lífsstíl eða gengið á hann.
Manneskja með góðan agni, mikið af ojas og lítið af ama er með mikinn lífskraft og sterkt ónæmiskerfi.