
Í þessum þætti er fjallað um heilann og hugann og hvaða aðferðum ayurveda lífsvísindin búa yfir til að styrkja þessa tvo pósta sem eru grunnurinn að góðri andlegri heilsu, einbeitingu, minni og svefninum. Sérstakur gaumur er gefinn að svefninum.
(Þáttur 7 er á leiðinni en þar er fjallað um breytingaskeiðið. Það komu upp tæknileg vandamál sem gætu haft áhrif á hljómgæðin í þætti 7 og 8. )
Gúnurnar þrjár - Sattva, Rajas og Tamas stýra persónuleika okkar frá degi til dags. Við viljum að Sattva gúnan sé ríkjandi þó við þurfum á öllum þremur að halda.
Sattva gúnan gefur okkur friðsæld, kærleik, sátt og samhygð í hugann. Við erum nóg eins og við erum. Við þurfum ekki að reyna að breyta okkur til að öðlast hamingju og falla í kramið. Það er Rajas gúnan sem knýr þá þörf. Vera ríkari, fallegri, með stærri varir, stærri brjóst, unglegri, frægari o.s.frv. En lífsstíllinn í dag er mjög rajas ríkur og flestir stýrast að mestu af rajas gúnunni. Hún krefst örvunar á skilningarvitin eins og í gegnum fæðu , kynlíf, kaffi og alkohól til að vera alltaf í stuðinu og örvuð. Sattva gúnan er síðan sú sem dregur okkur niður í kyrrstöðu og sljóleika. Gjörunninn matur, dóp, gamall matur og matar-afgangar og fleira ýtir undir Tamas gúnuna.
JURTIR FYRIR HUGA OG HEILA
Brahmi, tulsi, ashwaganda eru nokkrar af þeim jurtum sem eru hjálplegar til að skýra hugann, og koma þar á jafnvægi.