Home
Categories
EXPLORE
True Crime
Comedy
Society & Culture
Business
News
Sports
TV & Film
About Us
Contact Us
Copyright
© 2024 PodJoint
00:00 / 00:00
Sign in

or

Don't have an account?
Sign up
Forgot password
https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts211/v4/8d/9b/5e/8d9b5e3f-b8ff-e0b2-558b-74dc29f6e15b/mza_787234828994614339.jpg/600x600bb.jpg
Lífskastið - Ayurveda á kvennamáli
Heiða Björk Sturludóttir og Guðrún Kristjánsdóttir
8 episodes
6 days ago
Ayurveda lífsvísindin í spjalli þeirra Heiða Bjarkar, ayurveda practitioner hjá Ást og Frið, www.astogfridur.is og Guðrúnar Kristjáns hjá Systrasamlaginu, www.systrasamlagid.is Fjallað er um heilsu og lífið í stóru samhengi með gleraugum þessara 5000 ára gamla heilsukerfis og lífsvísinda.
Show more...
Alternative Health
Health & Fitness
RSS
All content for Lífskastið - Ayurveda á kvennamáli is the property of Heiða Björk Sturludóttir og Guðrún Kristjánsdóttir and is served directly from their servers with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Ayurveda lífsvísindin í spjalli þeirra Heiða Bjarkar, ayurveda practitioner hjá Ást og Frið, www.astogfridur.is og Guðrúnar Kristjáns hjá Systrasamlaginu, www.systrasamlagid.is Fjallað er um heilsu og lífið í stóru samhengi með gleraugum þessara 5000 ára gamla heilsukerfis og lífsvísinda.
Show more...
Alternative Health
Health & Fitness
https://d3t3ozftmdmh3i.cloudfront.net/staging/podcast_uploaded_nologo/43662544/43662544-1747149888173-b9c2918c3ad36.jpg
3. Lífskastið - Hver er þín meðfædda líkams- og hugargerð (Prakriti)?
Lífskastið - Ayurveda á kvennamáli
49 minutes 40 seconds
4 months ago
3. Lífskastið - Hver er þín meðfædda líkams- og hugargerð (Prakriti)?

Við fæðumst öll með ákveðna líkams- og hugargerð sem kallast PRAKRITI í ayurveda lífsvísindunum. Öll erum við einstök og engir tveir eru með sama prakriti. Prakriti er það magn sem við höfum af vata, pitta og kapha við fæðingu og hvernig þessir lífskraftar dreifast um líkama okkar og huga. Prakriti er eins og erfðamengið okkar. Það breytist ekki yfir ævina.

Til að vita hvað hentar okkur í fæðu og lífsstíl þurfum við að þekkja hvert okkar prakriti er. Það er eins og að fá nafnskírteini og ökuskírteini að þekkja meðfæddu líkams- og hugargerðina sína. Þú veist hver þú ert og öðlast þá hæfni til að aka af mýkt í gegnum lífið og forðast árekstra.

Til að komast að því hver þín meðfædda líkams- og hugargerð er (prakriti) getur þú svarað spurningalista sem er í bókinni Ayurveda. Listina að halda jafnvægi í óstöðugri veröld eða farið inn á vef Ástar og Friðar, www.astogfridur.is, skrollað niður að fyrirsögninni Hvernig manneskja ert þú? Þar undir finnur þú spurningalistann í pdf formati.

Það er grundvallar atriði að þekkja sitt prakriti. Út frá því veistu hvort það hentar þér að nota sterk krydd eins og hvítlauk, engiferrót og cayenne pipar; hvort það henti þér að borða mikið af kjöti, rjóma og mjólkurvörum eða hvort það sé afar óheppilegt fyrir þig að stunda köld böð. Þetta eru aðeins örfá dæmi um það hvernig það skiptir máli dósjan sem er ríkjandi í þér sé vata, pitta eða kapha.

Nánari upplýsingar um prakriti og líkamsgerðirnar finnur þú í bókinni um ayurveda eftir Heiðu Björk og á vef Ástar og Friðar.

Lífskastið - Ayurveda á kvennamáli
Ayurveda lífsvísindin í spjalli þeirra Heiða Bjarkar, ayurveda practitioner hjá Ást og Frið, www.astogfridur.is og Guðrúnar Kristjáns hjá Systrasamlaginu, www.systrasamlagid.is Fjallað er um heilsu og lífið í stóru samhengi með gleraugum þessara 5000 ára gamla heilsukerfis og lífsvísinda.