Í þessum hætti spjalla ég við dr. Rebecca Lewis sem er læknir og sérfræðingur í breytingaskeiði kvenna á Newson Health Clinic í Bretlandi. Við töluðum meðal annars um af hverju konur (og læknar) eru svona hrædd við hormónauppbótameðferð, verndandi áhrif hormóna á heilsu kvenna, hormónanotkun og líkur á brjóstakrabbameini og hvort að konur með BRCA genið geti skoðað hormón þegar að þær fara á breytingaskeiðið. Töluðum líka aðeins um testesterón.
Hún mældi með Balace appinu og að konur geti treyst á að finna nýjar og sannreyndar upplýsingar um breytingaskeiðið og hormónauppbótameðferð hér.
Þorbjörg Hafsteinsdóttir er gestur minn í þessum þætti nr. 24, en hún starfar sem næringaþerapisti og lífsstílsþjálfari, auk þess sem hún hefur skrifað þó nokkrar bækur (þið þekkið líklegast "10 árum yngri á 10 vikum"!). Hún menntaði sig snemma sem hjúkrunarfræðingur, en lærði fljótlega til næringaþerapistans, enda var það áhrif næringar á heilsu og líðan sem vakti áhuga hennar. Það var eigin reynsla hennar af óhóflegri sykurneyslu og að finna lausn undan henni með breyttu mataræði og lífsstíl sem vakti áhuga hennar og markaði það stefnu hennar snemma í lífinu. Hún hefur skrifað þó nokkrar bækur um mataræði og lífsstíl sem má tileinka sér til að leggja grunn að góðri heilsu, líðan og sjálfsmynd fyrir konur. Þar að auki er hún komin heil á höldnu í gegnum breytingaskeiðið, þannig að hún veit heldur betur hvað hún er að tala um! Þorbjörg er skemmtileg og lífleg, einstaklega hress og geislar af henni gleði og orka, og ber spjallið okkar þess merki. Við fórum að venju vítt og breytt, en hún hélt okkur vel við efnið og konur ættu að vera töluvert fróðari um leiðir til að mæta sér betur með m.a. réttu mataræði. Fyrir ykkur sem eru sleipar í dönskunni þá er danska heimasíða Þorbjargar hér. Svo er hún með íslenska heimasíðu um Ketoflex og er þar líka yfirlit yfir þær bækur sem hún hefur skrifað, og er hún hér. Góða skemmtun við að hlusta og læra meira um breytingaskeiðið!
Í þessum þætti fékk ég til mín Kristborgu Bóel, en hún hefur reynslu af breytingaskeiðið, ADHD og burnout. Vegna þess hve keimlík einkennin eru á milli þessara ástanda þá getur einmitt reynst flókið að átta sig á hvað er í raun hvað! Hún deilir með okkur persónulegri reynslu sinni og bjargráðum, sem eru m.a. að taka út áfengi og rækta tenglsin við vinkonur sínar. Hlaðvarpið sem Kristborg vísaði í: No more Fu*#s to Give: The Midilife Woman's Anthem Annað áhugavert: The Dr Louise Newson Podcast HRT: The history
Stutt fræðsla frá Gynamedica um áfengi og breytingaskeiðið.
Sigga Dögg, kynfræðingur, rithöfundur, sjónvarpsþáttahöfundur og svo margt fleira, kom til mín að þessu sinni. Við ræddum margt, m.a. mildið sem þarf að fá að fylgja breytingaskeiðinu, að vera kona, pólariseringunni sem einkennir svo oft umræðuna og allskonar annað.
Það var svo hressandi að ræða við Siggu af því að hún er svo mikil fyrirmynd í hvernig hún nálgast umræðuefnið hverju sinni með opin huga og gefur rými fyrir að öll sjónarhorn séu rædd. Hún lýsir breytingaskeiðinu sem tími til að taka pláss, breiða úr fallegum vængjum sínum og finna rónna sína, sem snerti hjarta mitt.
Í þessum þætti spjalla ég við Ágústu Kolbrúnu Róberts, yogakennara með meiru.
Ágústa kemur til dyrana eins og hún er klædd og er óhrædd við að feta sínar eigin leiðir. Reynsla hennar er óvenjuleg og í þessum þætti deilir hún með okkur sinni vegferð sem lagt hefur grunninn að því hvernig hún tekst á við breytingaskeiðið. Hún er brautryðjandi í yogaiðkun á Íslandi og er með yogaskóla í dag þar sem hún þjálfar verðandi yogakennara.
Myndirnar sem Ágústa málar má sjá hér.
Viðmælandi minn að þessu sinni er hún Harpa Lind, en hún er ein af þeim sem þekkir það á eigin skinni að upplifa erfið einkenni breytingaskeiðsins. Í kjölfarið fékk hún brennandi áhuga á öllu sem snertir heilsu kvenna á breytingaskeiði og tók m.a. þátt í að koma Gynamedica á laggirnar til að þess að mæta mikilli eftirspurn kvenna um stuðning og utanumhald á þessum eðlilegu tímamótum. Þar starfar hún nú sem hjúkrunarfræðingur og aðstoðar konur að takast á við þessi stóru tímamót í lífi margra kvenna. Hún styður konur að nálgast breytingaskeiðið heildrænt, með áherslu á að þær geti farið í gegnum skeiðið líðandi sem best og með leiðir til að hlúa að sér. Við fórum út um kvippinn og kvappinn, hlóum mikið og bulluðum smá. Kæru hlustendur, njótið hlustunarinnar!
Skiptir svefn máli fyrir konur á breytingaskeiðið?
Erla Björnsdóttir, sálfræðingur, doktor í líf- og læknavísindum, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns og annar höfundur dagbókarinnar Munum, kom til mín að þessu sinni og við ræddum mikilvægi svefns - ásamt hellings annað. Að sjálfsögðu fórum við um víðan völl, enda af mörgu að taka þegar kemur að Erlu. Ljósapera kviknaði hjá mér þegar að Erla talaði um innri árstíðir kvenna, þ.e. að hugsa um tíðahringin með þeim hætti.
Bókin sem Erla minntist á heitir The Choise og er eftir Dr. Edith Eger.
Í þessum þætti fékk ég æsku vinkonu mína, Sigurlínu V. Ingarsdóttur, til að koma og tala við mig um breytingaskeiðið út frá jafnréttissjónarmiði. Lína hefur umtalsverða reynslu af því að vinna í umhverfi þar sem hallar mjög á konur og hún hefur haft það að leiðarljósi í störfum sínum að leiðrétta þann halla. Hluti af því er til dæmis að opna á umræðuna um breytingaskeiðið inni í almennu rýmin og normalisera umræðuna. Víðsýni Línu, hvernig hún nálgast krefjandi verkefni með opnum huga og jákvæðu viðmóti er svo sannarlega til eftirbreytni.
Bókin sem við ræddum heitir Invisible women
Í þessum þætti heyrum við reynslu tveggja kvenna af því að nota hormónauppbótameðferð til þess að takast á við breytingaskeiðið.
Halldóra er mörgum konum kunnug, en hún heldur úti bæði heimasíðunni og instagraminu Kvennaráð þar sem er að finna allskonar fróðleik og reynsla af og um breytingaskeið kvenna. Markmið hennar er að fræða, uppræta fordóma og útrýma tabúinu sem fylgt hefur þessu skeiði í áratugi!
Kiddý er kona sem talar opinskátt um reynslu sína af því að uppgötva að hún væri komin á breytingaskeiðið. Hún hélt að hún væri aftur að sigla inn í kulnunin, læknir vildi gefa henni þunglyndis- og kvíðalyf og var jafnvel að velta upp mögulegri gigt. Eftir að hafa lesið grein um breytingskeiðið opnuðust hins vegar augu hennar og í dag hefur hún fengið sjálfa sig tilbaka og hefur orku til að takast á við verkefni hvers dags.