
Sigga Dögg, kynfræðingur, rithöfundur, sjónvarpsþáttahöfundur og svo margt fleira, kom til mín að þessu sinni. Við ræddum margt, m.a. mildið sem þarf að fá að fylgja breytingaskeiðinu, að vera kona, pólariseringunni sem einkennir svo oft umræðuna og allskonar annað.
Það var svo hressandi að ræða við Siggu af því að hún er svo mikil fyrirmynd í hvernig hún nálgast umræðuefnið hverju sinni með opin huga og gefur rými fyrir að öll sjónarhorn séu rædd. Hún lýsir breytingaskeiðinu sem tími til að taka pláss, breiða úr fallegum vængjum sínum og finna rónna sína, sem snerti hjarta mitt.