Ekki ákjósanleg staða að sömu aðilar eigi alla íslensku einkabankanna
Í sjöunda þætti af fimmtu seríu Ræðum það… er rætt um eignarhald íslensku einkabankanna. Gylfi Magnússon, hagfræðingur og prófessor við viðskiptadeild HÍ, fer yfir þá staðreynd að þrír stærstu lífeyrissjóðirnir eigi alla einkabankanna þrjá, Arion banka, Íslandsbanka og Kviku banka. Það sé ekki ákjósanlegt þar sem það geti hamlað hvata þeirra til að keppa innbyrðis.
Sama eignarmynstur er í flestum skráðra félaga á Íslandi en mörgum þeirra er samt í raun stýrt af hópi einkafjárfesta sem eiga á bilinu 10-20%. Rætt er um að það geti einnig verið jákvætt og geti vegið upp á móti áhrifum af sameiginlegu eignarhaldi stofnanafjárfestanna.
Gylfi er ekki sannfærður um að samruni Kviku og Arion banka verði leyfður, líklegra sé að samruni SKAGA og einhvers banka, svo sem Íslandsbanka, fengi gott veður hjá Samkeppniseftirlitinu. Hann telur jafnframt ekki að ný ríkisstjórn sé líkleg til að gera neinar áherslurbreytingar í regluverki samkeppniseftirlits eða fjármálamarkaðarins heldur haldi samfellu frá síðustu ríkisstjórn.
Litlar líkur séu á að Landsbankinn verði seldur í tíð núverandi ríkisstjórnar en það geti orðið eftir einhverjar kosningar með ólíku ríkisstjórnarmynstri. Þá var því velt upp hvort Bjarni Ármannsson, fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka hyggist verða leiðandi hluthafi í bankanum eftir mögulega sameiningu Íslandsbanka og SKAGA.
Að lokum er rætt um óvænt og hörð viðbrögð Ríkisendurskoðanda við gagnrýni Endurskoðunarráðs á að starfsfólk embættisins sé að kvitta upp á reikninga ríkisfyrirtækja án löggildingar.
1) Grein um sameiginlegt eignarhald fyrirtækja í Kauphöll Íslands: https://opinvisindi.is/items/598a1221-c3e6-418c-9042-75ae2113077e
————
Ræðum það… er atvinnulífsspjallþáttur þar sem rætt er um efnahagsmál, viðskipti, stjórnun og samskipti frá ýmsum hliðum.
Þátturinn er í boði Góðra samskipta* og hefur komið út reglulega frá árinu 2020. Stjórnandi er Andrés Jónsson
(*)Efnistök hlaðvarpsins eru óháð verkefnum Góðra samskipta á hverjum tíma. Við val á umræðuefnum og gestum þáttarins forðumst við alla hagsmunaárekstra. Komi fyrir að um bein hagsmunatengsl sé að ræða við gesti þá er það ávallt upplýst í upphafi þáttar.
Sterkur en ekki harður, ríkur en vill ekki að lífið sé of létt
Reynir Grétarsson, stofnandi Creditinfo og höfundur sjálfsævisögunnar Fjórar árstíðir, er gestur sjötta þáttar í fimmtu seríu Ræðum það...
Rætt er um karlmennsku, syndir feðranna, viðhorf kynslóðanna, gildi peninga og hvaða áhrif það hafi að segja fólki hvernig manni raunverulega gengur, bæði á orðsporið, eigin líðan og mögulega líðan annarra sem tengja. Bókin rokselst um þessar mundir og margir sem senda Reyni skilaboð um að þau sjái sig sjálf í frásögn hans.
Atli Stefán Yngvason, markaðs- og framtíðarstjóri Mílu, er gestastjórnandi í þessum þætti af Ræðum það...
————
Ræðum það er í boði Góðra samskipta
Stjórnandi: Andrés Jónsson
Stef: Ræðum það - Dire & Nolem
Fundur, fiskeldi og fargufur
Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækisins Háafells og Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku, eru gestir fimmta þáttar fimmtu seríu af Ræðum það… spjallþáttar um atvinnulífið þar sem við fjöllum um efnahagsmál, viðskipti, stjórnun og samskipti frá ýmsum hliðum.
Farið er yfir væntanlega atvinnustefnu stjórnvalda sem kynnt var á fjölmennum fundi í morgun, orkuöflun, sjávarútveginn og fiskeldi ásamt því sem fargufur, ísfirsk lífsgæði, náttúra Hornstranda og norsk stjórnmál koma við sögu.
————
Ræðum það er í boði Góðra samskipta
Stjórnandi: Andrés Jónsson
Stef: Ræðum það - Dire & Nolem
Staðan í gervigreind
Stefán Baxter, stofnandi Snjallgagna, Gunnar Hólmsteinn, stofnandi Quest Portal og Berglind Einarsdóttir lögfræðingur og stofnandi Bentt gervigreindarráðgjafar eru gestir fjórða þáttar fimmtu seríu af Ræðum það… hlaðvarps um viðskipti, efnahagsmál, stjórnun og samskipti.
Farið er yfir víðan völl um stöðu gervigreindar, samfélagsleg áhrif hennar, áhrif á rekstur fyrirtækja og á daglegt líf okkar allra.
————
Ræðum það er í boði Góðra samskipta
Stjórnandi: Andrés Jónsson
Stef: Ræðum það - Dire & Nolem
Afhverju fara ekki fleiri íslensk fyrirtæki í útrás til Skandinavíu?
Andri Árnason, framkvæmdastjóri Takk og einn eigenda Tefélagsins og Einar Örn Einarsson, eigandi Zocalo og Wok to Walk og stjórnarmaður Haga, eru gestir þriðja þáttar fimmtu seríu af Ræðum það… hlaðvarps um viðskipti, efnahagsmál, stjórnun og samskipti.
Báðir gestirnir hafa fært út kvíarnar til hinna Norðurlandanna og velta því upp með okkur hvers vegna íslensk fyrirtæki eru óvön því að fara þessa leið.
————
Ræðum það er í boði Góðra samskipta
Stjórnandi: Andrés Jónsson
Stef: Ræðum það - Dire & Nolem
Viðskiptafréttir sumarsins
Þorsteinn Friðrik Halldórsson, viðskiptablaðamaður og ritstjóri Hluthafans, er gestur annars þáttar fimmtu seríu af Ræðum það… hlaðvarps um viðskipti, efnahagsmál, stjórnun og samskipti.
Rætt er um Aldin Dynamics, Quest Portal, Dranga, Skel, Sýn, Nova, Farice, gagnaverin, orkumál, Jökulsárlón ferðaþjónustufyrirtækið, Adalvo, Alvotech, Róbert Wessman og Björgólf Thor Björgólfsson.
————
Ræðum það er í boði Góðra samskipta
Stjórnandi: Andrés Jónsson
Stef: Ræðum það - Dire & Nolem
Í nýrri seríu af Ræðum það... fáum við fjölbreytta gesti úr atvinnulífinu.
Fyrstu gestirnir eru Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds sem rekur Bílaleigu Akureyrar/Europcar en sem á einnig hluti í ýmsum öðrum fyrirtækjum og Gylfi Ólafsson sem er að horfa til vaxtar í komu skemmtiferðaskipa til Vestfjarða, bæði sem pólitíkus en líka sem fyrirtækisstofnandi sem reynir nú í annað sinn að safna fé frá fjárfestum.
Rætt var um fjárfestingar bílaleiga sem er einn stærsti bransinn í ferðaþjónustugeiranum, skattlagningu og ívilnanir og áform stjórnvalda að hamla of miklum vexti greinarinnar. Einnig var rætt um sveiflur í greininni og hvort þær fæli fjárfesta mögulega frá henni.
Þáttastjórnandi er Andrés Jónsson.