
Sterkur en ekki harður, ríkur en vill ekki að lífið sé of létt
Reynir Grétarsson, stofnandi Creditinfo og höfundur sjálfsævisögunnar Fjórar árstíðir, er gestur sjötta þáttar í fimmtu seríu Ræðum það...
Rætt er um karlmennsku, syndir feðranna, viðhorf kynslóðanna, gildi peninga og hvaða áhrif það hafi að segja fólki hvernig manni raunverulega gengur, bæði á orðsporið, eigin líðan og mögulega líðan annarra sem tengja. Bókin rokselst um þessar mundir og margir sem senda Reyni skilaboð um að þau sjái sig sjálf í frásögn hans.
Atli Stefán Yngvason, markaðs- og framtíðarstjóri Mílu, er gestastjórnandi í þessum þætti af Ræðum það...
————
Ræðum það er í boði Góðra samskipta
Stjórnandi: Andrés Jónsson
Stef: Ræðum það - Dire & Nolem