Home
Categories
EXPLORE
True Crime
Comedy
Society & Culture
Business
Sports
Health & Fitness
Technology
About Us
Contact Us
Copyright
© 2024 PodJoint
00:00 / 00:00
Podjoint Logo
US
Sign in

or

Don't have an account?
Sign up
Forgot password
https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts115/v4/c1/8c/b3/c18cb34d-14f5-96de-904d-69408c9f5cf7/mza_5241658153948182120.jpg/600x600bb.jpg
Rokkland
RÚV
77 episodes
21 hours ago
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið. Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Show more...
Music
RSS
All content for Rokkland is the property of RÚV and is served directly from their servers with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið. Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Show more...
Music
Episodes (20/77)
Rokkland
Robert Plant - ABBA Voyage - Iron Maiden og Trooper
Í Rokklandi vikunnar heyrum við söguna á bakvið eitt af lögunum sem verða flutt á 30 ára afmæli Rokklands í Hofi á Akureyri 1. Nóvember – þar sem SinfoníaNord – todmobile bandið og fjöldi frábærra söngvara flytja haug af frábærum lögum, lagið The Trooper eftir Iron Maiden. ABBA kemur við sögu en Rokkland var í London um síðustu helgi á ABBA Voyage í ABBA Arena og var hann Ray sem er búinn að fara 24 sinnum á ABBA Voyage, en Ray er búinn að vera aðdáandi síðan hann var 13 ára, í næstum hálfa öld. Hann sá ABBA á sviði í gamladaga og hitti hljómsveitina þegar hún kom til Englands. En Robert Plant söngvari Led Zeppelin er í aðahlutverki í Rokklandi vikunnar. Hann er orðinn 77 ára og var að senda frá sér plötuna Saving Grace. Við förum yfir árin 40+ sem hafa liðið eftir að Led Zeppelin lagði upp laupana.
Show more...
2 weeks ago
1 hour 50 minutes 19 seconds

Rokkland
Eyrarrokk 2025 - Oasis endurkoman – 100 club – Gegnum holt og hæðir
Í Rokklandi vikunnar heyrum við söguna á bakvið eitt af lögunum sem verða flutt á 30 ára afmæli Rokklands í Hofi á Akureyri 1. nóvember – þar sem SinfoníaNord, Todmobile bandið og fjöldi frábærra söngvara flytja haug af frábærum lögum. Við heyrum líka um endurkomu Oasis en Rokkland var á lokatónleikum Oasis í Bretlandi 28. september sl. á Wembley Stadium. Rokkland kom líka við í einum sögufrægasta rokkklúbbi breta í Oasis ferðinni – 100 Club þar sem Oasis spilaði einu sinni – og Kinks og Who, Rolling Stones, Jimi Hendrix, Muse, Cure ofl. 320 manna staður við Oxford Street númer 100. Sama fjölskyldan hefir rekið staðinn í næstum 70 ár. Eyrarrokk er rokkhátíð eins og nafnið gefur til kynna sem fór fram í fimmta sinn á Akyreyri á dögunum á Eyrinni. Rögnvaldur gáfaði er einn af skipuleggjendum og Rokkland heimsótti hann og Bigg Maus sem er einn af þeim sem spilaði á hátíðinni í ár.
Show more...
3 weeks ago
1 hour 50 minutes 11 seconds

Rokkland
Sigur Rós og Takk 20 ára
Sigur Rós hélt núna í vikunni ferna tónleika í Royal Albert hall í London með London Contemporary Orchestra. Royal Albert hall sem Bítlarnir minnast á í laginu A day in the life – Royal Albert hall sem var tekin í notkun árið 1871 og var vígð af Viktoríu drottningu – enda er nafnið komið frá eiginmanninum Albert prins. Og þarna voru strákarnir okkar fjögur kvöld í röð og allt uppselt. Um þessar mundir er platan þeirra sem heitir Takk líka 20 ára og Rokkland vikunnar er endurunnið upp úr þætti númer 493 frá 4. september 2005 – þegar Takk platan var splunkuný.
Show more...
4 weeks ago
1 hour 51 minutes 25 seconds

Rokkland
Palli & Benni og Alveg + Oyama í std. 12 + Bowie og Life on mars
Í Rokklandi vikunnar heyrum við söguna á bakvið eitt af lögunum (Life on Mars eftir Bowie) sem verða flutt á 30 ára afmæli Rokklands í Hofi á Akureyri 1. nóvember, en þar mun SinfoniaNord – Todmobile bandið og fjöldi frábærra söngvara flytja haug af frábærum lögum. Við heyrum líka aðeins í hljómsveitinni Oyama sem er afskaplega fín hljómsveit sem gaf út plötuna Everyone Left fyrir tæpu ári. Oyama kom í sdt. 12 í vikunni og tók upp fjögur lög fyrir Rokkland sérstaklega og við heyrum tvö af þeim á eftir. En mesta púðrið fer í þá Benna Hemm Hemm og Pál Óskar Hjálmtýsson sem sendu frá sér plötu á föstudaginn sem heitir Alveg og varð eiginlega til ALVEG óvart. Þetta er áhugaverð plata og mikilvæg, hún á erindi við samtímann á margan hátt. Á plötunni eru þeir að fjalla um ýmis mikilvæg málefni sem koma okkur öllum við og pakka þeim inn í sykursætt og huggulegt popp.
Show more...
1 month ago
1 hour 52 minutes 56 seconds

Rokkland
ROKK GEGN HER - Árný Margrét
ROKK GEGN HER voru tónleikar eða listahátíð sem ungt fólk stóð fyrir í Laugardalshöll í september fyrir 45 árum síðan. Unga fólkið sem stóð fyrr þessu var úr röðum herstöðvarandstæðinga – friðarsinna sem vildu losna við bandaríska herinn af keflavíkurflugvelli í nafni friðar – sögðu að herstöðin í Keflavík virkaði hreinlega eins og segull fyrir kjarnorkusprengjur – á marga vegu. Þeir Sveinn Rúnar Hauksson og Tolli Morthens sem voru í fararbroddi fyrir þessa tónleika koma í heimsókn og rifja þá upp. En Árný Margrét sem er að fara að halda sín lengstu sóló-tónleika á Íslandi kemur líka í heimsókn. Hún er líka að fara að gefa út nýja útgáfu af plötunni sinni I miss you – I do - og þar að auki er hún að fara í tónleikaferð um Bandaríkin með Of Monsters And men. Byrjar í október og verður allan nóvember.
Show more...
1 month ago
1 hour 49 minutes 57 seconds

Rokkland
Hildur Vala - Rock´n roll trip - Rokkland 30 ára
Hildur Vala er aðalgestur Rokklands í dag - hún hélt upp á 20 ára tónlistarafmæli með tónleikum í Salnum laugardaginn fyrir viku. Það eru 20 ár síðan hún bar sigur úr býtum í annari Idol stjörnuleitinni og varð landsþekkt á augabragði. Síðan eru liðin 20 ár - hún er að vinna í fjórðu stóru plötunni og hún á líka fjögur börn sem komu í heiminn á þessum 20 árum. Hildur Vala er tónlistarkennari við FÍH í dag og hefur látið til sín taka í KÍTÓN. Það er um nóg að tala. Páll Óskar og Benni Hemm Hemm koma aðeins við sögu, líka Atli Þór Matthíasson sem fer í Rock´n roll trip á sumrin sem hann er allan veturinn að undirbúa. Og svo eru 30 ára afmælistónleikar Rokklands í Hofi á Akureyri 1. nóvember - við skoðum það aðeins.
Show more...
1 month ago
1 hour 48 minutes 45 seconds

Rokkland
Radiohead- hail to the thief (2003)
Rokkland vikunnar er endurtekið frá 8. júní 2003 og í brennidepli er hljómsveitin Radiohead og platan Hail to the thief sem kom út 9. júní 2003. Radiohead tilkynnti núna í vikunni að það væri tónleikaferð framundan um nokkur Evrópulönd.
Show more...
1 month ago
1 hour 49 minutes 38 seconds

Rokkland
Rokkland í 15 ár (frá 2010)
Rokkland vikunnar er endurfluttur þáttur frá 7. nóvember 2010 og hann var settur saman úr brotum úr ýmsum þáttum frá fyrstu 15 árum Rokklands. Við sögu koma t.d. Oasis, Björk, U2, Strokes, White Stripes, Beatles, Rolling Stones, Led Zeppelin, Hróarskelduhátíðin, John Lennon, Neil Young, Coldplay, Wilco, Micahel Jackson, Blur og Jeff Buckley.
Show more...
2 months ago
1 hour 50 minutes 16 seconds

Rokkland
Neil Young í 60 ár
Rokkland vikunnar er endurfluttur frá 13. nóvember 2005 og viðfangsefnið er þá - 60 ára Neil young. Hann var nýbúinn að senda frá sér plötuna Praire Wind.
Show more...
2 months ago
1 hour 53 minutes 31 seconds

Rokkland
Oasis og Definitely Maybe og endurkoma Utangarðsmanna
Rokkland er 30 ára í ár og af því tilefni höfum við verið að endurflytja gamla þætti í sumar. Rokkland stendur heldur betur undir nafni í dag vegna þess að við heyrum brot úr tveimur þáttum þar sem eru í aðalhlutverki tvær magnaðar og frábærar ROKK-hljómsveitir; Utangarðsmenn og Oasis. Í seinni hlutanum heyrum við brot úr þætti 176 (21. mars 1999) þegar Utangarðsmenn komu saman í fyrsta skipti síðan 198, en hljómsveitin skrapp með miklum hvelli. Þeir fóru í tónleikaferð um Ísland sumarið 2000, enduðu í Laugardalshöll og svo sprakk allt aftur. Í fyrri hlutanum rifjum við þátt frá 9. september 2019, Þátt 1152 - sem fjallar um Oasis og plötuna Definitely Maybe sem þá var 25 ára.
Show more...
2 months ago
1 hour 54 minutes 14 seconds

Rokkland
U2 og I-phone platan
Rokkland er 30 ára í ár – og af Því tilefni eru afmælistónleikar í HOFI 1. Nóvember. En við erum líka að endurflytja vel valda þætti í sumar – af þessum 1379 sem eru búnir – og þátturinn í dag er frá 14. september 2014 og í aðalhlutverki er hljómsveitin U2 og platan Songs of innocence sem kom út þarna í septmeber 2014 með miklum látum í tengslum við kynningu Iphone 6 á blaðamannafundi í Cupertino í Kaliforníu. Þetta er platan sem Apple gaf öllum notendum I-tunes - og það voru ekki allir hrifnir af því.
Show more...
2 months ago
1 hour 53 minutes 48 seconds

Rokkland
Með Hljómum í Cavern og öðrum Bítlaslóðum
Rokkland er 30 ára í ár og af því tilefni erum við að endurflytja nokkra vel valda gamla þætti á Rokklands-tímanum í sumar. Rokkland dagsins er endurflutt frá 8. júní 2008 og þetta er Bítlaþáttur. Í helstu hluverkum eru Paul Mccartney, Liverpool, Hljómar frá Keflavík, og 100 Íslendingar sem smelltu sér í bítla-pílagrímsferð til Bítla-borgarinnar undir dyggri fararstjórn Jakobs Frímanns Magnússonar Stuðmanns, þáverandi miðborgarstjóra Reykjavíkur og formanns FTT sem stóð fyrir ferðinni.
Show more...
3 months ago
1 hour 46 minutes 32 seconds

Rokkland
Höfundur óþekktur - 100 ára kosningaréttur kvenna
Rokkland er 30 ára í ár – og af Því tilefni erum við að endurflytja vel valda þætti í sumar – af þessum 1379 sem eru búnir – og þátturinn í dag er frá 21. júní 2015 og er að uppistöðu upptaka frá tónleikum sem Kítón stóð fyrir í Hörpu í tilefni af hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna þann 19. júní með hátíðartónleikum. Á öldum áður þóttu konur ekki hafa hæfileika til að iðka tónlist og leifar af þeim hugarburði sitja enn eftir í jafnréttisbaráttunni þar sem kvenhöfundar tónlistar á Íslandi fá tæplega tíu prósent af útgreiddum stefgjöldum þrátt fyrir mikla grósku í tónlistarlífinu almennt. Íslenskir kvenhöfundar í tónlist eru því í forgrunni þetta kvöldið með sérstökum kynjasnúningi þar sem karlflytjendur syngja lög kvenhöfunda við undirleik og hljómsveitarstjórn kvenna. Grýlan Ragga Gísla, Dúkkulísurnar og Kolrassa Krókríðandi verða að lokum með heljarinnar endurkomu. Kvenhöfundarnir eru meðal annarra Björk Guðmundsdóttir, Emilíana Torrini, Hafdís Huld, Ingibjörg Þorbergs, Lára Rúnars, Ólöf Arnalds, Ragnheiður Gröndal, Sóley, Svala Björgvins, Védís Hervör og Þórunn Antonía. Flytjendurnir eru meðal annarra Arnór Dan, Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens, Friðrik Ómar, Friðrik Dór, Helgi Björns, Jón Jónsson, Páll Óskar, Raggi Bjarna og Valdimar. Listrænn stjórnandi er Védís Hervör Árnadóttir og framkvæmdastjóri er Diljá Ámundadóttir. Höfundur óþekktur er titill tónleikanna og er tilvísun í fjöldann allan af vísnakverum og nótnablöðum þar sem höfundur er skráður óþekktur. Þjóð- og mannfræðilegar rannsóknir benda til þess að í lang flestum tilfellum sé um konur að ræða en ekki þótti mikilvægt að skrásetja þeirra verk til jafns við karlmenn.
Show more...
3 months ago
1 hour 51 minutes 16 seconds

Rokkland
Endurkoma Led Zeppelin í London í desember 2007
Rokkland er 30 ára í ár og af því tilefni erum við að endurflytja nokkra vel valda gamla þætti á Rokklands-tímanum í sumar, og Rokkland vikunnar er frá 2007 (þáttur 601) endurkoma Led Zeppelin í London 2007.
Show more...
3 months ago
1 hour 57 minutes

Rokkland
Iron Maiden til Íslands og sagan öll
í Rokklandi vikunnar rifjum við upp þátt nr. 466 í tilefni af 30 ára afmæli Rokklands - Iron Maiden kemur til Íslands árið 2005.
Show more...
3 months ago
1 hour 52 minutes 25 seconds

Rokkland
Popp í Reykjavík 1998
Í tilefni af 30 ára afmæli Rokklands endurflytjum við vel valda þætti á Rokklands-tímanum í sumar. Þáttur vikunnar var upphaflega á dagskrá 6. júlí 1998, sunnudaginn eftir tónlistarhátíðina Popp í Reykjavík, og var tileinkaður hátíðinni sem sett var upp í þeim tilgangi að gera kvikmynd um tónlistarlífið í Reykjavík sumarið 1998.
Show more...
3 months ago
1 hour 49 minutes 13 seconds

Rokkland
Rokkland á Roskilde
Rokkland er 30 ára í ár og af því tilefni verða nokkrir eldri þættir endurfluttir á Rokklands-tímanum í sumar. Þáttur dagsins er frá 3. Júlí árið 2011 og var sendur út beint frá Roskilde festival, en Hróarskelduhátíðin fer einmitt fram núna í vikunni og um næstu helgi.
Show more...
4 months ago
1 hour 52 minutes 10 seconds

Rokkland
Karl J. Sighvatsson
Rokkland er 30 ára í ár og af því tilefni verða nokkrir eldri þættir endurfluttir á Rokklands-tímanum í sumar. Þátturinn sem við heyrum núna er frá 31. Ágúst 2014 og maður dagsins er Karl J. Sighvatsson – orgel og hljómborðs-séníið Kalli Sighvats - Skagamaðurinn Kalli sem var lykilmaður í öllum helstu hljómsveitunum þegar rokkið var að slíta barnsskónum á Íslandi. Hann var í Dátum, Flowers, Náttúru, Trúbroti og Þursaflokknum – og spilaði eftir það inn á fjölda platna með hinum og þessum....þar á meðal Utangarðsmönnum og Mannakorni. Kalli er einn merkasti og flinkasti tónlistarmaður sem íslendingar hafa átt –sannkallað séní, en kalli var bara 40 ára gamall þegar hann lést í bílslysi á Hellisheiðinni sumarið 1991.
Show more...
4 months ago
1 hour 50 minutes 34 seconds

Rokkland
Brian Wilson - Beach Boys og Pet Sounds
Rokkland vikunnar fjallar um Brian Wilson leiðtoga Kaliforníu-hljómsveitarinnar Beach Boys og meistaraverk hans og sveitarinnar, plötuna Pet Sounds, en Brian Wilson féll frá á dögunum. Brian Wilson er einn af stærstu meisturum popp og rokksögunnar. Hann er .t.d. maðurinn sem Paul McCartney segir að sé séní, og Gunni Þórðar segir það líka. Paul hefur sagt að Brian Wilson hafi haft áhrif á sig bæði sem lagasmið og bassaleikara. Áhrif Pet Sounds plötunnar sem er ellefta breiðskífa Beach Boys leyna sér ekki í rokksögunni og poppfræðingar segja að það megi greina þau t.d. hjá sveitum og listamönnum eins og Fleet foxes, Of Montreal, Neutral Milk Hotel, Apples in Stereo, R.E.M. meira að segja My Bloody Valentine, Animal Collective, Radiohead og Bítlunum. Allt eru þetta lærisveinar Brians Wilson, eins og Gunni Þórðar sem er gestur þáttarins, en hann var lykilmaður í vinsælustu hljómsveit Íslands (Hljómum) þegar Beach Boys kepptust um hylli æskunnar í heiminum ásamt Bítlunum. Brian Wilson segir líka sjálfur frá í þættinum. Hann er á þeirri sköðun eins og Gunni Þórðar og flestir, að Pet Sounds sé besta plata Beach Boys. Þátturinn var áður á dagskrá í september 2016.
Show more...
4 months ago
1 hour 48 minutes 58 seconds

Rokkland
Springsteen og Trump, Bono og Joe Rogan, Suzanne Vega, Gulli og Finnbogi í Chicago og hjá Prince
Bruce Springsteen og Donald Trump koma aðeins við sögu í Rokklandi vikunnar - en forsetinn sagði á Truth Social um daginn að hann hefði aldrei verið hrifinn af Bruce eða hans músík og hans róttæku vinstri pólitík. Hann væri hæfileikalaus ýtinn asni sem hafi stutt Crooked Joe Biden – þann heilalausa hálfvita – versta forseta sögunnar. Við skoðum þetta aðeins og hvað varð til þess að forsetinn skrifaði svona um Bruce sem hann hélt uppá í eina tíð amk. Svo er það U2 - Bono og Joe Rogan – Bono heimsótti Joe Rogan á dögunum og sumir segja að Rogan hafi „grillað“ lágvaxna söngvarann frá Dublin. U2 hlaut á dögunum heiðursverðlaun Ivor Novello og við það tilefni spiluðu allir 4 liðsmenn U2 opinberlega saman í fyrsta sinn í 5 ár. Það er ný U2 plata á leiðinni. Susanne Vega var að senda frá sér nýja plötu sem við skoðum aðeins en fyrri hlutinn fer í restina af ferðasögu Þeirra Gulla og Finnboga um Bandaríkin. Í síðasta þætti sem hægt er að hlusta á á ruv.is og í RÚV spilaranum (appinu) voru þeir í Memphis og Nashville, heimsóttu Elvis, Sun, Stax ofl. Þeir enduðu sitt langa ferðalag (5800 km) í Chicago og Minneapolis Þar sem þeir heimsóttu blús-útgáfuna Chess Records og heimavöll Prince – Paisley park.
Show more...
4 months ago
1 hour 52 minutes 30 seconds

Rokkland
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið. Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson