Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið. Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
All content for Rokkland is the property of RÚV and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið. Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Springsteen og Trump, Bono og Joe Rogan, Suzanne Vega, Gulli og Finnbogi í Chicago og hjá Prince
Rokkland
1 hour 52 minutes 30 seconds
5 months ago
Springsteen og Trump, Bono og Joe Rogan, Suzanne Vega, Gulli og Finnbogi í Chicago og hjá Prince
Bruce Springsteen og Donald Trump koma aðeins við sögu í Rokklandi vikunnar - en forsetinn sagði á Truth Social um daginn að hann hefði aldrei verið hrifinn af Bruce eða hans músík og hans róttæku vinstri pólitík. Hann væri hæfileikalaus ýtinn asni sem hafi stutt Crooked Joe Biden – þann heilalausa hálfvita – versta forseta sögunnar. Við skoðum þetta aðeins og hvað varð til þess að forsetinn skrifaði svona um Bruce sem hann hélt uppá í eina tíð amk. Svo er það U2 - Bono og Joe Rogan – Bono heimsótti Joe Rogan á dögunum og sumir segja að Rogan hafi „grillað“ lágvaxna söngvarann frá Dublin. U2 hlaut á dögunum heiðursverðlaun Ivor Novello og við það tilefni spiluðu allir 4 liðsmenn U2 opinberlega saman í fyrsta sinn í 5 ár. Það er ný U2 plata á leiðinni. Susanne Vega var að senda frá sér nýja plötu sem við skoðum aðeins en fyrri hlutinn fer í restina af ferðasögu Þeirra Gulla og Finnboga um Bandaríkin. Í síðasta þætti sem hægt er að hlusta á á ruv.is og í RÚV spilaranum (appinu) voru þeir í Memphis og Nashville, heimsóttu Elvis, Sun, Stax ofl. Þeir enduðu sitt langa ferðalag (5800 km) í Chicago og Minneapolis Þar sem þeir heimsóttu blús-útgáfuna Chess Records og heimavöll Prince – Paisley park.
Rokkland
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið. Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson