Gestur þáttarins er Hanna Lilja Oddgeirsdóttir læknir og framkvæmdastjóri Gyna Medica, sem er lækninga- og heilsumiðstöð fyrir konur. Starfsemi Gyna Medica hefur það að markmiði að styðja, fræða og fylgja konum eftir á umbreytingartíma breytingaskeiðsins.
Í þættinum ræðum við Hanna Lilja saman um þetta lífsskeið kvenna sem hefur verið svo mikið tabú gegnum aldirnar.
Kristín Þórsdóttir og er stofnandi og eigandi Eldmóðs ehf. Í þættinum segir Kristín sína sögu sem varð til þess að hún fór í þá átt sem hún er í dag. Hún segir okkur einnig hvernig við getum endurheimt tengslin við okkur sjálfar sem við flestar erum líklega löngu búnar að glopra niður.
Kristín er vottaður markþjálfi og kynlífs-markþjálfi. Þá er hún höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili og með menntun í NA-shamanisma frá skóla Robbie Warren. Hún er kennari í Móum studio en starfar einnig fyrir Kraft, Ljósið og Sorgarmiðstöðina.
Anna Sigurðardóttir er annar viðmælandi Tilverunnar. Anna er sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna og eigandi Samkenndar heilsuseturs.
Anna hefur sjálf lent í áföllum sem leiddu til alvarlegs heilsubrests, en hún hefur deilt sinni reynslu og þekkingu á Instagram-síðu sinni. Það gerir hún einnig í okkar samtali af mikilli einlægni, mýkt en þó þeirri glettni sem hana einkennir. Þetta er þáttur sem þú vilt eiga í þinni verkfærakistu.
Í þessum stutta og krúttlega kynningarþætti fer ég yfir það hvernig hugmyndin að Tilverunni kviknaði og af hverju ég tel hana eiga erindi.
Fyrsti gestur Tilverunnar er Guðrún María Hafþórs. Ég hefði ekki getað byrjað þessa vegferð betur, en Guðrún María hefur einstakt lag á því að horfa á lífið og þær áskoranir sem það færir á jákvæðan hátt, sem hafa svo sannarlega ekki látið hana óáreitta.
Guðrún María er markþjálfi og brennur fyrir því að gleðja aðra og láta gott af sér leiða. Við ræðum um það slönguspil sem lífið er, andlát föður hennar, heilsuorlofið sem hún er í um þessar mundir og fleira og fleira. Ekki missa af þessari gleðisprengju sem er engri lík!