
Anna Sigurðardóttir er annar viðmælandi Tilverunnar. Anna er sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna og eigandi Samkenndar heilsuseturs.
Anna hefur sjálf lent í áföllum sem leiddu til alvarlegs heilsubrests, en hún hefur deilt sinni reynslu og þekkingu á Instagram-síðu sinni. Það gerir hún einnig í okkar samtali af mikilli einlægni, mýkt en þó þeirri glettni sem hana einkennir. Þetta er þáttur sem þú vilt eiga í þinni verkfærakistu.