
Kristín Þórsdóttir og er stofnandi og eigandi Eldmóðs ehf. Í þættinum segir Kristín sína sögu sem varð til þess að hún fór í þá átt sem hún er í dag. Hún segir okkur einnig hvernig við getum endurheimt tengslin við okkur sjálfar sem við flestar erum líklega löngu búnar að glopra niður.
Kristín er vottaður markþjálfi og kynlífs-markþjálfi. Þá er hún höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili og með menntun í NA-shamanisma frá skóla Robbie Warren. Hún er kennari í Móum studio en starfar einnig fyrir Kraft, Ljósið og Sorgarmiðstöðina.