
Fyrsti gestur Tilverunnar er Guðrún María Hafþórs. Ég hefði ekki getað byrjað þessa vegferð betur, en Guðrún María hefur einstakt lag á því að horfa á lífið og þær áskoranir sem það færir á jákvæðan hátt, sem hafa svo sannarlega ekki látið hana óáreitta.
Guðrún María er markþjálfi og brennur fyrir því að gleðja aðra og láta gott af sér leiða. Við ræðum um það slönguspil sem lífið er, andlát föður hennar, heilsuorlofið sem hún er í um þessar mundir og fleira og fleira. Ekki missa af þessari gleðisprengju sem er engri lík!