Er gervigreind bara bóla?
Í fimmta þætti hlaðvarpsins Gervigreind ræða Sverrir og Pétur um nýjustu vendingarnar í heimi gervigreindar.
Í þættinum fara þeir m.a. yfir:
- Erum við stödd í gervigreindarbólu?
- ChatGPT Apps: Ný leið til að leyfa ChatGPT að tengjast ytri þjónustum
- Sora 2 : Nýr AI samfélagsmiðill sem hefur fengið viðurnefnið “SlopTok”
- AgentKit: verkfæri til að smíða sín eigin verkflæði
- OpenAI opnar fyrir gerð erótísks efnis í ChatGPT
- Samstarf OpenAI og Broadcom um nýja örgjörva
Og margt margt fleira…
Við erum líka á öllum helstu samfélagsmiðlum, endilega fylgið okkar á LinkedIn, Facebook og Instagram til þess að fylgjast með öllu því helsta sem er að gerast í heimi gervigreindar!
Editor: Sindri Þór Grétarsson
Gervigreind er á allra vörum en skiljum við hana í raun og veru?
Velkomin í fjórða þáttinn af hlaðvarpinu okkar, Gervigreind!
Í þessum þætti ræða Sverrir Heiðar Davíðsson og Pétur Már Sigurðsson um algengar mýtur og misskilning varðandi gervigreind.
Í þættinum ræða þeir meðal annars um:
- Er ChatGPT að læra af samtölunum þínum og hefur það áhrif á svörin sem þú færð?
- Af hverju skýr og góð samskipti við gervigreind eru oft mun mikilvægari en flókin kvaðning (e. prompt)
- Getur ChatGPT komið með frumlegar hugmyndir eða er hún bara að endurtaka það sem hún hefur séð áður?
- Áhrif gervigreindar á störf okkar, samfélagið í heild sinni og hvernig framtíðin gæti litið út
Tæknimaður: Kristján Gíslason
Editor: Sindri Þór Grétarsson
Hefur þú velt því fyrir þér hvernig framtíðin með gervigreind mun líta út þegar hún fer sjálf að vinna verkefni fyrir okkur?
Velkomin í þriðja þáttinn af hlaðvarpinu okkar, Gervigreind!
Í þessum þætti ræða Sverrir Heiðar Davíðsson og Pétur Már Sigurðsson um erindrekar (e. Agents). Í þættinum ræða þeir meðal annars um:
- Hvað erindrekar eru og af hverju þeir eru orðnir svona heitt umræðuefni
- Hvernig þeir virka og helstu hugmyndir á bakvið þá
- Nýjustu lausnirnar sem eru í boði í dag
- Tækifæri, áskoranir og framtíðarsýn erindreka
Tæknimaður: Kristján Gíslason
Editor: Sindri Þór Grétarsson
Hvað á ég að ráðleggja börnum mínum að gera eða læra í skóla með tilkomu gervigreindar?
Hvernig geta foreldrar nýtt sér gervigreind í uppeldi barna?
Velkomin í annan þátt af hlaðvarpinu okkar, Gervigreind!
Í þessum þætti ræða Sverrir Heiðar Davíðsson og Pétur Már Sigurðsson um gervigreind fyrir foreldra. Í þættinum ræða þeir meðal annars um:
Tæknimaður: Kristján Gíslason
Editor: Sindri Þór Grétarsson
Í þættinum tala Sverrir og Pétur um stóru fréttirnar úr heimi gervigreindar frá seinustu viku. Við ræðum meðal annars Genie 3, sem gerir myndir að tölvuleikjum, Claude Opus 4.1, GPT-5 og GPT-OSS, Vibecoding og milljarð dollara atvinnutilboð sem sérfræðingar í gervigreind eru búnir að vera að fá frá Meta.