Enn annar fréttaþáttur beinustu leið í eyrun ykkar!
Arnór Steinn og Gunnar taka fréttir síðasta mánaðar. Helst í fréttum er að EA hefur myrt annað fyrirtæki undir sér og þar með hætt framleiðslu á Black Panther leiknum.
Trailer fyrir nýjan 007 leik frá IO Interactive kemur í vikunni!
Nightreign og Doom: Dark Ages eru að fá góða dóma!
Þetta og meira í stúffullum fréttaþætti!
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Jack Black og Jason Momoa eru í Minecraft myndinni. Takk, 20. öldin.
Arnór Steinn og Gunnar fjalla um þessa áhugaverðu mynd í þætti vikunnar.
Er hún ömurleg? Kannski. Það eru nokkur góð móment en á heildina litið ...
... hlustið bara á þáttinn.
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Stærsti litli leikur ársins er kominn út. Þú þarft að rata í gegnum hús sem breytist daglega. What the fuck.
Arnór Steinn og Gunnar taka BLUE PRINCE fyrir í þætti vikunnar. Hann er skemmtilegur, þreytandi, áhugaverður, pirrandi og allt þar á milli.
Arnór Steinn er með fína þýðingu og Gunnar er með GEÐVEIKA þýðingu.
Spilaðir þú Blue Prince?
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Fyrir þau sem koma næst ...
Leikur vikunnar er CLAIR OBSCUR - EXPEDITION 33, eða eins og Gunnar kallaði hann:
Ég ætla að mála allan heiminn, elsku mamma
Tökum combat, tónlist og almennt spjall en pössum að hafa enga spoilera. Þið getið öll hlustað á þáttinn, líka þau sem hafa ekki spilað COE33.
Hvað fannst þér um leikinn?
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
GTA VI seinkað þangað til í maí 2026 og enginn er í sjokki. Tökum gott spjall um trailerinn og hvað við viljum helst sjá.
Tölum einnig um Oblivion, Clair Obscur og meira í stútfullum fréttaþætti!
Takk til hlaðvarpsins 4. vaktin fyrir að leyfa okkur að taka upp á þeirra tíma. RISA love á ykkur!!!
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Stans glæponahyski!
Oblivion er kominn út aftur. Arnór Steinn er í skýjunum.
Bríet Blær (Mass Effect 3 þátturinn!) kemur og spjallar við Arnór og Gunnar um Oblivion.
Karakterarnir, klassarnir, umhverfið, stemmingin, stemmingin OG STEMMINGIN!
Oblivion er frábær, punktur.
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Þú vaknar í geislavirku eyðilandi einhvers staðar á Bretlandseyjum - hvað gerirðu?
Þáttur vikunnar fjallar um ATOMFALL - nýja leikinn frá framleiðendum Sniper Elite.
Um er að ræða frekar original upplifun, ráðgáta án quest markers sem myndar mjög skemmtilega upplifun.
Við fjöllum líka að sjálfsögðu um Oblivion endurgerðina og TLOU seríu 2. Mild höskuldarviðvörun í byrjuninni þar.
Hvað fannst þér um Atomfall?
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Það er nóg að gera í tölvuleikjaheimum. Fullt af leikjum að koma út, Game Informer er kominn aftur, Rise of the Ronin gekk illa á PC og margt fleira.
Skv. Ubisoft eigum við ekki tölvuleikina okkar og skv þeim þá eigum við ekki að væla mikið yfir því.
Arnór Steinn og Gunnar fara yfir fréttavakt aprílmánaðar og meira. Við erum spenntir fyrir nokkrum leikjum sem við minnumst líka á!
Hvað vekur áhuga ykkar núna næstu misseri?
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Hazelight Studios stígur ekki feilspor. Punktur.
Nýjasta tveggja spilara ævintýrið er einn af betri leikjum ársins. PUNKTUR.
Arnór Steinn og Gunnar ræða upplifun sína af Split Fiction í þætti vikunnar. Fjölbreytt en samt einföld saga pipruð með ótrúlega skemmtilegri spilun, skemmtilegum tilvitnunum í alls kyns leiki sögunnar og auðvitað frábæran húmor.
Hvað fannst þér um Split Fiction?
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Nýjasti AC leikurinn er að fá ágætis móttökur ólíkt því sem anti woke plebbarnir eru búnir að dreifa síðustu misseri. Nýjasti AC leikurinn er ekki að fara að breyta lífinu þínu eins og Forspoken en hann er ansi góður.
Arnór Steinn og Gunnar taka gott fyrstu hughrifa spjall um Shadows. Hvernig lúkkar hann, hvernig spilast hann og hvernig hljómar hann.
Er Arnór Ubisoft fanboy? Er Gunnar orðinn það líka? Tíminn einn mun skýra það ...
Hvað fannst þér um Shadows?
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Hvað þýðir gervigreind í tölvuleikjum í dag?
Arnór Steinn og Gunnar ræða gervigreind í þætti vikunnar. Hvað hefur það verið (e. enemy AI) og hvað er að gerast í dag?
Ashly Burch sem talaði m.a. fyrir Aloy í Horizon seríunni hefur minnst á myndband sem var lekið á netið um daginn þar sem búið var að gera eins konar AI Aloy (Ailoy? ég rata út ...) og hún var ekki par ánægð.
Strákarnir eru ekki alveg sammála sem er alltaf ferskur andblær.
Þáttur vikunnar er í boði Elko Gaming.
Arnór Steinn rankaði Star Wars Outlaws í þriðja sæti yfir leiki ársins 2024.
Þetta fór mjög illa í suma hlustendur - þar á meðal góðvin þáttanna hann Sölva Santos.
Þáttur vikunnar er því good old fashioned RIFRILDI um leikina tvo og nokkra aðra hluti.
Gunnar er dómari og stjórnandi. Mun allt fara til andskotans?
Þáttur vikunnar er í boði Elko Gaming.
Arnór Steinn og Gunnar eru loksins komnir aftur í stúdíó eftir veikindi og vesen.
KCD2, Avowed, CIV og fleiri leikir eru komnir eða á leiðinni og við pælum aðeins í þei,m.
Rifjum upp nokkrar fréttir og tökum gott tölvuleikjaspjall!
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Bætum upp fyrir þáttaleysið í vikunni með þessum hérna!
Arnór Steinn ferðaðist í Next Level Gaming í Egilshöllinni og spjallaði við Þóri og Adam.
Mario Con 2025 verður haldið í NLG vikuna 10.-16. mars og er þétt pökkuð dagskrá. Adam segir okkur meira frá því.
Spjöllum líka um hvernig gengur í NLG og fleira skemmtilegt!
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Vá. Þetta er STÓR leikur.
Arnór Steinn og Gunnar ræða sín fyrstu hughrif af KCD2 - eftirvæntum leik sem er heldur betur að slá í gegn.
Spoiler free þáttur fyrir þau ykkar sem eruð ekki viss.
Við mælum HIKLAUST með þessum og munum gera annan dýpri þátt von bráðar!
Hvað fannst þér um KCD2?
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Maðurinn velur - þrællinn hlýðir.
Bioshock er einn áhrifamesti leikur okkar tíma. Allavega segir Arnór Steinn það.
Hvernig er Bioshock að standast tímans tönn? Gunnar er að spila hann í fyrsta skiptið. Sagan, karakterarnir, lúkkið, pælingarnar, margt meira í stútfullum þætti vikunnar.
Hvað fannst þér um Bioshock?
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Það er kominn tími á smá jákvæðni. Tölvuleikjaspjallið hefur fjallað um ansi marga framleiðendur og flestir þeirra eiga skilið nokkuð neikvæða umfjöllun.
Nú söðlum við um. Arnór Steinn og Gunnar fjalla um NAUGHTY DOG - fyrirtæki sem hefur síðustu ár verið á meðal þeirra fremstu í tölvuleikjum. Uncharted og The Last of Us eru fáein dæmi. Við köfum í söguna á Naughty Dog og sjáum hvað okkur finnst.
Nú er nýr leikur væntanlegur frá þeim. Við hverju má búast?
Hvað finnst þér um leikina frá Naughty Dog?
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Ömurlegar Tölvuleikjakvikmyndir - IT'S BACK
Þáttur vikunnar fjallar um eina hrikalega tölvuleikjakvikmynd; Hitman (2007) með Timothy Olyphant.
Þessi er með allan pakkann; illa leikin, óskiljanlegt plot, lens flare og margt fleira.
Arnór Steinn og Gunnar taka deep dive á þessari hrikalegu kvikmynd. Njótið!
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Arnór Steinn og Gunnar eru komnir aftur eftir gott jólafrí.
Nú er það KINGDOM COME DELIVERANCE. LOKSINS.
Raunveruleg áskorun í formi miðalda RPG veislu. Strákarnir eru bæði hrifnir og ekki. Við tökum svo að SJÁLFSÖGÐU Kingdom Come Deliverance 2 sem kemur út 4. febrúar næstkomandi!
Hvað fannst þér um Kingdom Come Deliverance?
Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Síðasti þátturinn á árinu er upphitun fyrir 2025. Hvaða leikir eru að koma út? Slatti. Verða þeir góðir? Mögulega.
Takk fyrir að fylgja okkur út þetta ár elsku hlustendur <3 gætum þetta ekki án ykkar. Sjáumst í janúar!
Þátturinn er í boði Elko Gaming og Ybba.is