
Ég var einu sinni ævintýramaður eins og þú ...
Einn merkasti leikur okkar tíma er 14 ára. Arnór Steinn og Gunnar hafa vissulega eytt tíma og púðri í að drulla yfir hann í gegnum árin, en í þetta skiptið ætlum við að reyna að fagna.
Hvers vegna er þessi leikur svona mikilvægur? Hvernig stenst hann tímans tönn?
Förum yfir innsendar minningar fólks og ræðum aðeins þetta þrekvirki.
Þátturinn er í boði Elko Gaming og ybba.is.