Það eru nýir tímar hjá Tólfunni og podcast Tólfunnar hefur nú aftur göngu sína. Í þessum fyrsta þætti eftir pásu mættu núverandi og fyrrverandi formenn Tólfunnar, spiluðu FIFA, spjölluðu um Tólfuna og svöruðu nokkrum kjarngóðum spurningum úr sal. Áfram Ísland!
Umsjón: Ósi Kóngur
Tæknimaður: Dóri Gameday
Gestir: Svenni og Hilmar Jökull
Sérstakar þakkir fær Ölver fyrir að hýsa okkur og Tartan Army fyrir afnot af lagi fyrir upphafsstefið.
Tólfuhlaðvarpið kemur með annan þátt eftir árspásu og það er stórt nafn sem heimsækir okkur í þessum þætti. Kolbeinn Sigþórsson gaf sér tíma til að setjast niður yfir kaffibolla á milli æfinga og ræða um hitt og þetta sem snýr að fótboltanum og landsliðinu okkar.
Umsjón: Halldór Marteinsson
www.tolfan.is