Voru meðlimir Pussy Riot og andófsmaðurinn Alexei Navalny í raun útsendarar vestrænna óvina Rússlands? Eiríkur og Hulda kafa ofan í rússneska samsærisheiminn – þar sem list, trú og pólitík fléttast saman í eitruðum kokteil. Þau rekja söguna af pönkbæn Pussy Riot í dómkirkju Moskvu, réttarsalnum, fangelsunum og flóttanum til Íslands. Þau ræða einnig um Alexei Navalny, eitrunina, fangelsun hans og andlátið í haldi Kremlarvaldsins. Fyrst og fremst fara þau yfir það hvernig gagnrýni á rússnesk stjórnvöld er snúið uppí frásögn um landráð og svik, hvernig öllu snúið upp í að vera hluti af hinu stóra samsæri Vesturlanda gegn Rússlandi.
Skuggavaldið er í samtarfi við veiðibúðina Vesturröst og Plöntuna kaffihús og bístró.
Ábendingar sendist í skuggavaldid@gmail.com
Show more...