All content for Skuggavaldið is the property of skuggavaldid and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Var franska byltingin í raun sprottin af þýskri leynireglu? Eiga Rockefellerar, Rothschildar og rapparinn Jay-Z það sameiginlegt að vilja koma á fót nýrri heimsskipan? Og hvernig varð tákn sem eitt sinn stóð fyrir visku og skynsemi að tákni alræðislegs skuggavalds í popptónlist og pólitík? Í síðari þætti af tveimur um goðsögnina um Illuminati rýna Eiríkur og Hulda í þrálátar samsæriskenningar tengdar bræðrareglunni úr Bæjaralandi – frá hógværum og hugmyndafræðilegum uppruna hennar árið 1776 til grunsemda um hnattrænt valdakerfi sem á að stjórna öllu frá heimsstyrjöldum til sviðsetningar í tónlistarmyndböndum.