Þáttur í umsjón Arnars Freys Reynissonar og gestur hans í dag verður Arndís Hauksdóttir prestur. Þau munu leitast við að svara spurningunni "Afhverju er allt orðið svona kerfisbundið". -- 13. nóv. 2025
Arnþrúður Karlsdóttir og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur um Evruna og verndartolla Evrópusambandsins - Guðmundur rændur kortum og fleiri mál. -- 13. nóv. 2025
Stjórnmálaumræðan: Pétur Gunnlaugsson ræðir við Diljá Mist Einarsdóttir um málin í dag eins og þróunarsamvinnustuðning til útlanda - nýja varnarsamning við Evrópusambandið - skerðingu á tjáningarfrelsi og mögulega lokun a RÚV. -- 12. nóv 2025
Upphaf Geirfinnsmálsins: Arnþrúður ræðir við Jón Ármann Steinsson útgefanda bókarinnar "Leitin að viðtali" um nýjar skýrslur og frásögn sem hefur verið leitað að í 50 ár og hafa aldrei verið birtar opinberlega á Íslandi. Frásögnin og skýrslurnar varpa skýru ljósi á hvað gerðist að kvöldi 19. nóvember 1974 þá er Geirfinnur Einarsson hvarf frá heimili sínu í Keflavík og hefur aldrei fundist síðan. Málið hefur verið heil ráðgáta á meðal þjóðarinnar í 50 ár. -- 12. nóv 2025
Stjórnmálaumræðan: Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Dag B. Eggertsson þingmann Samfylkingarinnar og varaformann fjármálanefndar og fyrirverandi borgarstjóra í Reykjavík um háa vexti bankanna og ástandið á fjármálamarkaði ásamt hugmyndum um upptöku evru og aðild að ESB. Einnig ræða þau um nýja Varnarsamnings Íslands og Evrópusambandsins. -- 11. nóv. 2025
Stjórnmálaumræðan: Arnþrúður Karlsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra ræða stefnumál Miðflokksins og nýjar áherslubreytingar í þjóðfélaginu. Einnig vekur Sigmundur athygli á staðfestingu varnarmálasamnings á milli Íslands og Evrópusambandsins á fimmtudaginn næsta án þess að sýna Alþingi eða almenningi samninginn. -- 11. nóv. 2025
Pétur Gunnlaugsson og Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur um Hamlet sýninguna og grein hans um að rísa upp úr lágkúrunni. -- 10. nóv. 2025
Leigubílamálið: Kristján Örn fjallar um framvindu leigubílaátakanna og ræðir við Friðrik Einarsson Taxi Hunter um Isavia og aðgerðarleysi Alþingis. -- 6. nóv. 2025
Loftlagsmálin: Arnþrúður Karlsóttir ræðir við Harald Ólafsson veðurfræðing og prófessor við HÍ og formann Heimssýnar um loftlagsmálin og ráðstefnuna í Brasilíu sem mörg lönd eru farin að sniðganga. -- 6. nóv. 2025
Stjórnmálaumræðan: Pétur Gunnlaugsson ræðir við Ingibjörgu Davíðsdóttur þingmann Miðflokksins um nýja tillögur flokksins í öryggis og varnarmálum. -- 5. nóv. 2025
Borgarmálin: Pétur Gunnlaugsson ræðir við Baldur Borgþórsson og Sigfús Aðalsteinsson frá Borgin okkar þvert á flokka um málefnin í dag - ríkislögreglustjórinn - húsnæðismál borgarinnar - umferðarmálin og fjármálin. -- 4. nóv. 2025
Pétur Gunnlaugsson og Páll Vilhjálmsson blaðamaður og bloggari um helstu hneykslismál og laftslagskirkjuna. -- 4. nóv. 2025
Ríkislögreglustjóramálið: Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Sigurjón Þórðarson nefndarmaður í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og þingmaður Flokks fólksins um mál ríkisstjórnar og síðan um stöðu Vélfangs á Akureyri og mál þeirra fyrir ESA og EFTA dómstóli. -- 3. nóv. 2025
Ríkislögreglustjóramálið: Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Vilhjálm Árnason formann Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og þingmann Sjálfstæðisflokksins um mál ríkisstjórnar. -- 3. nóv. 2025
Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Guðmund Ásgeirsson lögfræðing og formann Hagsmunasamtaka heimilanna um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum og dóm Hæstaréttar. -- 31. okt. 2025
Kristján Örn fær til sín góða gesti frá Sósíalistaflokknum sem hélt fund um síðustu helgi og allt fór í loft upp út af Sönnu Magdalenu borgarfulltrúa sem er ennþá í sósíalistaflokknum. Átökin um völd innan flokksins halda áfram. Það styttist í greiðslur framlaga ríkisins til stjórnmálaflokka. Fylking Gunnars Smára og Sönnu Magdalenu krefst nýs aðalfundar. Hver er staða Sönnu Magdalenu en hún sagði sjálf af sér sem pólitískur leiðtogi flokksins eftir síðasta aðalfund? Gunnar Smári heldur áfram að ausa fúkyrðum og skítkasti yfir grasrót og nýja stjórn Sósíalistaflokksins og líkir fólki við nauðgara. Meira um það í þættinum í dag. -- 30. okt. 2025
Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Guðmund Ólafsson hagfræðing um nýjar tillögur ríkisstjórnar í húsnæðismálum, loftlagsmálin, Styrkivexti sem skila ekki tilætluðum árangri -- og fleira gott 30. okt. 25
Mr. He Rulong, Kínverski Sendiherrann á Íslandi verður hér í viðtali á Sögu í dag og ræðir um mikilvægustu málin í Kína - samskipti þeirra við Bandaríkin - heimsókn Höllu Tómasdóttir Forseta Íslands til Kína - opnun fiskimarkaða í Kína gagnframt Íslenskum fyrirtækjum - uppsveiflu fjármálamarkaðarins í Kína - hvað er helst að sjá í Kína og síðan er tekið við símtölum frá hlustendum. -- 30. okt. 2025
Arnþrúður Karlsdóttir ræðir við Fjölnir Sæmundsson rannsóknarlögreglumaður og formaður Landssambands lögreglumanna um störf lögreglunnar. Hvað segja lögreglumenn um ábyrgð ríkislögreglustjóra á fjármálagjörningum við verktaka og starfsmenn sem gegna ekki lögreglustörfum. 29. okt. 2025
Stjórnmálaumræðan: Pétur Gunnlaugsson ræðir við Ólaf Adólfsson nýkjörinn þingflokksformann og alþingismann Sjálfstæðisflokksins í Umhverfis- og Samgöngunefnd um atvinnuástandið í norð-vesturkjördæmi eftir spenna-bilunina á Grundartanga. -- 28. okt. 2025