Elva Dögg Sigurðardóttir festist í klóm fullkomnunaráráttu og segir sína sögu. Hvað gerðist, hvaða áhrif hafði áráttan og hver eru einkennin. Elva segir frá því hvað er jákvætt og hvað neikvætt við fullkomnunaráráttu og hvernig hægt er að hjálpa börnum og unglingum sem eru á þessum stað.
Dr.Hafrún Kristjánsdóttir fer yfir kosti og galla við að vera í íþróttum ásamt því að gefa fullt af góðum ráðum til foreldra og iðkenda sem vilja ná langt í sinni íþrótt. Hafrún ræðir einnig um kvíða, þunglyndi og átröskun hjá íþróttafólki. Þetta er þáttur sem þú vilt ekki missa af.
Maggi Stef - forvarnarfulltrúi, fjölskylduráðgjafi, þjálfari og trommari er hér í einlægu viðtali og ræðir um æskuna, einelti, ferilinn, leiðina í forvarnir og það að vinna með börnum og unglingum. Hvað foreldrar þurfa að hafa í huga og gefur góð ráð.
Gunnar segir á einlægan hátt frá miklum kvíða í æsku, talar um samkynhneigð og tilfinningarússíbanann við að koma út úr skápnum og gefur góð ráð í lokin.
Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur í Garðabæ og Matthildur Bjarnadóttir guðfræðingur og sorgarráðgjafi spjalla hér um sorgina, sorgarviðbrögð og upprisu og gefa líka góð ráð. Við bendum á heimasíðuna arnarvaengir.is fyrir börn og unglinga sem hafa misst náinn ástvin.
Við erum ótrúlega spennt að kynna fyrir ykkur nýja þætti sem við ætlum að vera með á þessari rás eða KVAN Podcast. Þetta verða þættir um mikilvæg málefni sem á okkur brenna, ráð fyrir foreldra og fagfólk og einnig ráð til barna og unglinga. Við ætlum að ræða við fagfólk og einstaklinga um þeirra reynslu í lífi og starfi. Hér fjallar Vanda Sigurgeirsdóttir um einelti, samskiptavanda, félagsfærni og gefur okkur góð ráð.