Þá er komið að seinni hluta þáttsins okkar um Modern Mystery School, þar sem heimsendi, gullpíramýdar og kynsvall koma við sögu. Heyrið næsta hluta í sögunni um Guðna Guðnason, og hinn ótrúlega feril hans sem költleiðtogi, DJ, sölumaður og kvikmyndaframleiðandi.
Við erum komnir aftur eftir nokkurra vikna pásu! Í þetta sinn er fjallað um hinn gríðarstóra galdraskóla Modern Mystery School, og leiðtogann Guðna Guðnason. Já, þið lásuð rétt, þetta er fyrsti þátturinn þar sem við fjöllum um rammíslenskan költ-leiðtoga. Í þessum fyrsta hluta er fjallað um allskonar brask á yngri árum Guðna, aðkast hans við lögin vegna ólöglegrar bardagakeppni, og flótta hans til Ameríku þar sem hann stofnaði forvera Modern Mystery School.
Myndbandið af Guðna sem er spilað í þættinum: https://www.youtube.com/watch?v=K6O808GSq7I
Munið að skella like á Facebook-síðuna okkar: https://www.facebook.com/profile.php?id=100090690127776
Og komið í Discord-umræðuhópinn! https://discord.gg/Z2N3VudxtY
Hér ræðir Salómon um House of David, sérlega skeggjaðan sértrúarsöfnuð í Michigan-fylki Bandaríkjanna sem af einhverjum ástæðum átti eitt besta hafnaboltalið heims á fyrri hluta 20.aldar.
Atlantis! Dularfullir tíbetskir meistarar! Rasismi!
Í þessum þætti er kafað í sögu dulspeki í Þýskalandi og Austurríki á 19.og 20.öld, og hvers konar áhrif nokkrir kuklarar höfðu á lítinn stjórnmálaflokk sem átti fljótlega eftir að steypa heiminum í stærsta stríð sögunnar. Það er rétt, við ætlum að tala um nasista.
Geimverur! Örflögur! Eðlufólk! Grófur titringur! Salómon hefur kafað djúpt í kanínuholuna og fundið SANNLEIKANN um alheiminn (allavega samkvæmt litlum samsæriskenningasöfnuði í Tékklandi), og miðlar þekkingunni áfram til ykkar! Verið viðbúin.
Í þetta skipti er umfjöllunarefnið ekki sértrúarsöfnuður, heldur költ-kvikmynd. The Room (2003) hefur oft verið nefnd versta mynd allra tíma, en engu að síður hefur hún stóran aðdáendahóp um allan heim. Í þættinum kafar Helgi í líf hins dularfulla Tommy Wiseau, sem er leikstjóri, aðalleikari, framleiðandi og handritshöfundur The Room.
ATH: þátturinn inniheldur spoilera úr The Room.
Salómon fjallar um dómsdagsköltið Aum Shinrikyo, sem framleiddu efnavopn og eiturlyf, og framkvæmdu hryðjuverk og morð í Japan. Hugsanlega rosalegasti þátturinn hingað til
Breatharianism gæti annaðhvort verið lausnin við hungursneyð heimsins eða heimskulegasta mataræði allra tíma. Líklegast það síðarnefnda.
Í þessum þætti fer Helgi yfir sögu þessa stórfurðulega sértrúarsöfnuðar, sem trúir því að matur sé ónauðsynlegur.
Þessi megrunarkúr verður þinn síðasti.
Satanismi er ekki bara fyrir edgy unglinga og norska black metal-brennuvarga. Salómon fræðir Helga um Anton Lavey, stofnanda Church of Satan, heitasta kynlífsköltinu í San Francisco.