Í þessum þætti ræðum við um gervigreind og ýmsa notkunarmöguleika hennar við Ólaf Kristjánsson, gjarnan þekktur sem Óli tölva. Hann rekur fyrirtækið Netkynning og er gervigreindarsérfræðingur og kennari.
Í þessum þætti ræðir Már Gunnarsson við Harald G. Hjálmarsson, félagsmann í Blindrafélaginu. Haraldur flytur einnig frumsamin lög á Hammond orgel.
Í þessum þætti fjöllum við um heimasóttkví leiðsöguhunda, nýt smáforrit Hljóðbókasafns Íslands og tónlistarvinnslu og tónlistarframleiðslu fyrir blinda og sjónskerta.
Í þessum þætti ræðir Hlynur Þór við Patrek Andrés Axelsson, félagsmann í Blindrafélaginu. Patrekur er einnig fyrsti íslenski blindi eða sjónskerti einstaklingurinn til að útskrifast sem sjúkraþjálfari.
Í þessum þætti fer Eyþór í göngutúr með Þorkeli Steindal og leiðsöguhundinum Gaur um Hlíðahverfið og Öskjuhliðina. Einnig fjöllum við um ýmis tól og tæki sem blindir og sjónskertir geta nýtt sér í umferli.
Í þessum þætti tók Hlynur Þór viðtal við Gunnar Má Óskarsson, félagsmann og starfsmann Blindrafélagsins.
Í þessum þætti heyrum við viðtal sem Már Gunnarsson tók við sjálfboðaliða Bresku Leiðsöguhundasamtakanna Guide Dogs UK. Þess ber að geta að viðtalið er á ensku.
Í þessum þætti ræðir Hlynur við Ásdísi Evlalíu Guðmundsdóttur, félagsmann í Blindrafélaginu og við skellum okkur í NaviLens ratleik með UngBlind.
Í þessum þætti tekur Eyþór Kamban Þrastarson viðtal við Inga Þór Einarsson, aðstoðarprófessor í íþróttafræðum við Háskólann í Reykjavík. Umfjöllunarefnið er rannsóknir sem Ingi hefur gert á fötluðum börnum og fötluðu íþróttafólki með áherslu á blint íþróttafólk.
Í þessum þætti tekur Hlynur Þór nærmyndarviðtal við Rósu Maríu Hjörvar og Már Gunnarsson ræðir við Theódór Helga Kristinsson um talgervla og snjalltæki.
Í þessum þætti ræða Hlynur, Eyþór og Már um gervigreind í daglegu lífi. Við fjöllum einnig um nýjar íslenskar raddir fyrir Apple snjalltæki og ræðum við Önnu Nikulásdóttur hjá Grammatek um það spennandi verkefni. Már Gunnarsson fer einnig í leiðangur með aðstoð rauntímasjóngreinis (live recognition).
Í þessum þætti verður fjallað um færnibúðir sem haldnar voru hérlendis í október síðastliðnum og fengu þar ungmenni að spreyta sig í alls kyns íþróttum, við ræðum við Margréti Helgu, eða Möggu, formann UngBlindar um starfið hjá þeim, Hlynur leit við í sundleikfimi hjá Trimmklúbbnum Eddu og Már Gunnarsson fjallar um skemmtilegan ratleik sem hann stóð fyrir í Hörpu.
Í þessum þætti svífur jólaandinn yfir vötnum. Við heyrum innsendar jólakveðjur, ræðum ýmislegt jólalegt og Lions Song Festival for the Blind.
Þessi þáttur er upptaka af opnum umræðufundi um menntamál gagnvart blindum og sjónskertum. Fjölbreyttur hópur sótti fundinn með hjálp fjarfundarbúnaðar og líflegar umræður sköpuðust. Í pallborði voru þau Ágústa Eir Gunnarsdóttir, Eyþór Kamban Þrastarson, Hlynur Þór Agnarsson, Íva Adrichem og Már Gunnarsson.
Í þessum þætti fjöllum við um nýja íslenska heimildarmynd um heilatengda sjónskerðingu sem ber nafnið Fyrir allra augum eða Acting Normal with CVI. Myndin er eftir þær Dagbjörtu Andrésdóttur, Elínu Sigurðardóttur og Bjarneyju Lúðvíksdóttur. Hlynur tók viðtal við þær á frumsýningardaginn. Eyþór reynir að nota óaðgengilgan hleðslumæli til að sjá hvort rafhlöðurnar sínar séu hlaðnar og Már Gunnarsson tekur fróðlegt viðtal við Þorkel Jóhann Steindal, formann leiðsöguhundadeildar Blindrafélagsins.
Að þessu sinni er aðalumræðuefnið Ólympíuleikar fatlaðra. Már og Eyþór deila sinni reynslu af mótinu og Hlynur ræðir við Halldór Sævar Guðbergsson, sem fór á leikana 1988 í Suður Kóreu og 1992 í Barcelona.
Í þessum þætti fögnum við 85 ára afmæli Blindrafélagsins. Hlynur og Eyþór ræða við Gísla Helgason um Hamrahlíð 17, merkilega sögu hússins og þann stóra part sem það á í sögu Blindrafélagsins. Einnig ræða þeir merkilega biósýningu sem fram fór í tilefni afmælis Blindrafélagsins, þegar kvikmyndin Snerting eftir Baltasar Kormák var sýnd með sjónlýsingu. Einnig tók Már Gunnarsson frábært viðtal við Arnþór Helgason.
Í þessum þætti ræðum við nýja útgáfu nafnskírteina og hvort þau séu sniðug lausn fyrir t.d. einstaklinga sem ekki hafa ökuskírteini. Eyþór fræðir okkur um aukinn veruleika (augmented reality). Már teku r einnig spennandi viðtal við erlendan lækni á heimsmælikvarða, m.a. í erfðafræði og sérhæfingu í blindu og sjónskerðingu.
Í þessum þætti er fjallað um aðgengi og tæknimál. Eyþór ræðir við Þorkel Jóhann Steindal um snjallúr og hvernig hægt er að nýta sér þau, sem og valdeflingu og umferli. Einnig ræðir Már Gunnarsson við Baldur Snæ Sigurðsson, tækniráðgjafa hjá Blindrafélaginu en sá síðarnefndi sótti Sight City tæknisýninguna í Frankfurt í Þýskalandi í maí. Baldur fer yfir ýmis skemmtileg og spennandi tæki og tól sem urðu á vegi hans þar.
Í þessum þætti ræða Hlynur og Eyþór við Sigþór U. Hallfreðsson, formann Blindrafélagsins og Már Gunnarsson kynnir sér sjálfkeyrandi bíla.