
Í þessum þætti fjöllum við um nýja íslenska heimildarmynd um heilatengda sjónskerðingu sem ber nafnið Fyrir allra augum eða Acting Normal with CVI. Myndin er eftir þær Dagbjörtu Andrésdóttur, Elínu Sigurðardóttur og Bjarneyju Lúðvíksdóttur. Hlynur tók viðtal við þær á frumsýningardaginn. Eyþór reynir að nota óaðgengilgan hleðslumæli til að sjá hvort rafhlöðurnar sínar séu hlaðnar og Már Gunnarsson tekur fróðlegt viðtal við Þorkel Jóhann Steindal, formann leiðsöguhundadeildar Blindrafélagsins.