🎙️ Gunnur von Matern – Skapandi hugsun og gervigreind í norrænu ljósi
Í þessum þætti ræðum við við Gunnu von Matern, Head of Digital Strategy hjá NORD DDB, um hvernig gervigreind er að umbreyta skapandi greinum, hönnun og stefnumótun á Norðurlöndum. Gunnur hefur yfir tíu ára reynslu af því að sameina stafræna stefnu, UX og nýsköpun og hefur unnið með alþjóðlegum vörumerkjum eins og McDonald’s, Telenor, Electrolux og Securitas.
Við förum yfir hvernig AI getur bæði aukið mannlega sköpun og breytt því hvernig við hugsum um vinnu, menningu og framtíð hönnunar. Hún talar um tækifærin sem Ísland hefur á þessu sviði, áskoranirnar sem fylgja, og hvernig fyrirtæki geta orðið leiðandi í að samþætta gervigreind á siðferðilega og skapandi hátt.
Ingi Bauer ræddi við okkur um ferilinn, tónlistina, gervigreind í tónlist og alemnnar pælingar um gervigreind!
Í þættinum með Jónasi ræðum við upphaf gervigreindar, áhrif stóru fyrirtækjanna í Kísildalnum og hvernig þau móta framtíðina. Spjall um tæknina, hugmyndirnar og fólkið sem er að breyta heiminum.
Fylgiði Gervigreindarklúbbnum á samfélagsmiðlum!
Samtal um hugmyndir, framtíð og leiðirnar sem við veljum þegar við byggjum eitthvað frá grunni. Guðmundur Andri Ólasson einn eiganda Viralis Markaðsstofu deilir hugsunum, reynslu og sýn á það hvernig við sköpum og tengjumst í síbreytilegum heimi.
🎙️ Gervigreindarklúbburinn – samtöl um framtíðina
Í þessum þætti ræðir Stefán Atli við Magneu Gná, yngsta borgarfulltrúa sögunnar, og Lilju Rannveigu ritara Framsóknarflokksins um áhrif tækni, gervigreindar og nýrrar hugsunar á samfélagið. Samtalið snýst um framtíð borgarinnar, ungt fólk í leiðtogahlutverkum og hvernig við getum nýtt nýja tækni á manneskjulegan hátt.