
🎙️ Gunnur von Matern – Skapandi hugsun og gervigreind í norrænu ljósi
Í þessum þætti ræðum við við Gunnu von Matern, Head of Digital Strategy hjá NORD DDB, um hvernig gervigreind er að umbreyta skapandi greinum, hönnun og stefnumótun á Norðurlöndum. Gunnur hefur yfir tíu ára reynslu af því að sameina stafræna stefnu, UX og nýsköpun og hefur unnið með alþjóðlegum vörumerkjum eins og McDonald’s, Telenor, Electrolux og Securitas.
Við förum yfir hvernig AI getur bæði aukið mannlega sköpun og breytt því hvernig við hugsum um vinnu, menningu og framtíð hönnunar. Hún talar um tækifærin sem Ísland hefur á þessu sviði, áskoranirnar sem fylgja, og hvernig fyrirtæki geta orðið leiðandi í að samþætta gervigreind á siðferðilega og skapandi hátt.